Morðvopns leitað og málssókn yfirvofandi 18. ágúst 2010 06:00 morðrannsóknin Á fjórða tug lögreglumanna vinnur nú að rannsókn á morðmálinu í Hafnarfirði. Fjölmargir hafa verið yfirheyrðir og verið er að vinna úr gögnum og ábendingum frá almenningi. Lögregla leitar enn að morðvopni sem notað var til þess að stinga mann á fertugsaldri til bana í Hafnarfirði aðfaranótt síðastliðins sunnudags. Um er að ræða eggvopn sem hann var margstunginn með. Unnusta mannsins kom að honum látnum á svefnherbergisgangi í húsinu sem hann bjó í rétt fyrir hádegi á sunnudag. Síðdegis í gær var manni á þrítugsaldri sleppt úr haldi lögreglu vegna málsins. Maðurinn var yfirheyrður í fyrrakvöld og síðan látinn gista fangaklefa yfir nóttina. Ekki þóttu efni til að að krefjast gæsluvarðhalds yfir honum. Verjandi mannsins, Guðrún Sesselja Arnardóttir, sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem hún segir bera að „...fordæma þau forkastanlegu vinnubrögð sem ákveðnir fjölmiðlar hafa viðhaft í þessu máli og þá sérstaklega ótímabæra nafn- og myndbirtingu af skjólstæðingi mínum. Gera verður þá kröfu til fjölmiðla að þeir hafi í heiðri þá meginreglu réttarfarslaga að maður sé saklaus uns sekt telst sönnuð og á það sérstaklega við þegar hvorki hefur verið farið fram á gæsluvarðhald yfir viðkomandi, né heldur gefin út ákæra.“ Guðrún Sesselja sagði við Fréttablaðið í gær að hún myndi fara yfir málið með skjólstæðingi sínum hvað varðaði nafn- og myndbirtingu á honum í fjölmiðlum. Nafn mannsins var birt á vefmiðlunum dv.is og í kjölfarið á pressan.is og eyjan.is. Vel kunni að vera að höfðað verði mál á hendur viðkomandi fjölmiðlum á grundvelli meiðyrða eða brots á friðhelgi einkalífs. „Ég skil ekki svona vinnubrögð,“ sagði Guðrún Sesselja. Á fjórða tug lögreglumanna vinnur að rannsókn morðmálsins. Fjölmargir hafa verið yfirheyrðir og þeirri vinnu er ekki lokið. Tæknirannsókn á vettvangi er langt komin og önnur gagnaöflun í fullum gangi. Fjöldi ábendinga hefur borist frá almenningi og verið er að vinna úr þeim eftir því sem tilefni er til. Lögreglan biður þá sem upplýsingar geta gefið í tengslum við rannsókn málsins um að hafa samband í 444 1104.jss@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Lögregla leitar enn að morðvopni sem notað var til þess að stinga mann á fertugsaldri til bana í Hafnarfirði aðfaranótt síðastliðins sunnudags. Um er að ræða eggvopn sem hann var margstunginn með. Unnusta mannsins kom að honum látnum á svefnherbergisgangi í húsinu sem hann bjó í rétt fyrir hádegi á sunnudag. Síðdegis í gær var manni á þrítugsaldri sleppt úr haldi lögreglu vegna málsins. Maðurinn var yfirheyrður í fyrrakvöld og síðan látinn gista fangaklefa yfir nóttina. Ekki þóttu efni til að að krefjast gæsluvarðhalds yfir honum. Verjandi mannsins, Guðrún Sesselja Arnardóttir, sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem hún segir bera að „...fordæma þau forkastanlegu vinnubrögð sem ákveðnir fjölmiðlar hafa viðhaft í þessu máli og þá sérstaklega ótímabæra nafn- og myndbirtingu af skjólstæðingi mínum. Gera verður þá kröfu til fjölmiðla að þeir hafi í heiðri þá meginreglu réttarfarslaga að maður sé saklaus uns sekt telst sönnuð og á það sérstaklega við þegar hvorki hefur verið farið fram á gæsluvarðhald yfir viðkomandi, né heldur gefin út ákæra.“ Guðrún Sesselja sagði við Fréttablaðið í gær að hún myndi fara yfir málið með skjólstæðingi sínum hvað varðaði nafn- og myndbirtingu á honum í fjölmiðlum. Nafn mannsins var birt á vefmiðlunum dv.is og í kjölfarið á pressan.is og eyjan.is. Vel kunni að vera að höfðað verði mál á hendur viðkomandi fjölmiðlum á grundvelli meiðyrða eða brots á friðhelgi einkalífs. „Ég skil ekki svona vinnubrögð,“ sagði Guðrún Sesselja. Á fjórða tug lögreglumanna vinnur að rannsókn morðmálsins. Fjölmargir hafa verið yfirheyrðir og þeirri vinnu er ekki lokið. Tæknirannsókn á vettvangi er langt komin og önnur gagnaöflun í fullum gangi. Fjöldi ábendinga hefur borist frá almenningi og verið er að vinna úr þeim eftir því sem tilefni er til. Lögreglan biður þá sem upplýsingar geta gefið í tengslum við rannsókn málsins um að hafa samband í 444 1104.jss@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira