Óbreytt staða í Fjarðabyggð 26. maí 2010 06:30 Meirihluti Fjarðalistans og Framsóknarflokks í Fjarðabyggð heldur í sveitarstjórnarkosningunum á laugardag, ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í gærkvöldi. Fjarðalistinn er eins og í síðustu kosningum stærsti flokkurinn í Fjarðabyggð. Flokkurinn nýtur stuðnings 42,1 prósents kjósenda samkvæmt könnuninni, en fékk 33,8 prósent atkvæða í sveitarstjórnarkosningunum 2006. Stuðningur við listann hefur samkvæmt því aukist um 8,3 prósentustig. Hafa verður í huga að atkvæðin deilast nú á þrjá flokka, en í kosningunum 2006 var fjórði flokkurinn, Biðlistinn, í kjöri. Hann býður ekki fram að þessu sinni, en fékk 5,9 prósent atkvæða árið 2006, en engan mann kjörinn. Komi svipað hlutfall upp úr kjörkössunum á laugardag fær Fjarðalistinn fjóra bæjarfulltrúa, sama fjölda og hann er með í dag. Níu eiga sæti í bæjarstjórn Fjarðabyggðar, og fær enginn flokkur hreinan meirihluta samkvæmt könnuninni. Alls sögðust 36,4 prósent þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni myndu greiða Sjálfstæðisflokknum atkvæði sitt yrði gengið til kosninga nú. Flokkurinn var með stuðning 32,6 prósenta í síðustu kosningum, og bætir því við sig 3,8 prósentum samkvæmt könnuninni. Flokkurinn fengi samkvæmt þessu sama fjölda bæjarfulltrúa og í dag, þrjá talsins. Framsóknarflokkurinn tapar lítilsháttar fylgi frá síðustu kosningum. Flokkurinn mælist nú með stuðning 21,5 prósenta kjósenda, en fékk 25 prósenta fylgi í sveitarstjórnarkosningunum 2006. Þrátt fyrir að tapa 3,5 prósentustigum fær flokkurinn tvo bæjarfulltrúa í kosningum verði þetta niðurstaðan í kosningunum á laugardag, sama fjölda og flokkurinn er með í dag. Miðað við þessar niðurstöður gætu Fjarðalistinn og Framsóknarflokkurinn haldið áfram meirihlutasamstarfi sínu í Fjarðabyggð, en í raun gætu hvaða tveir flokkar sem er myndað meirihluta. Talsverður munur er á afstöðu kynjanna. Tæplega 47 prósent kvenna sögðust ætla að kjósa Fjarðalistann, en tæplega 37 prósent karla. Karlar virðast líklegri til að kjósa Framsóknarflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn, en munurinn er ekki jafn mikill. Hringt var í 600 manns þriðjudagskvöldið 25. maí. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til sveitarstjórnakosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var að lokum spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk? Alls tóku 55,0 prósent afstöðu. brjann@frettabladid.is Kosningar 2010 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Sjá meira
Meirihluti Fjarðalistans og Framsóknarflokks í Fjarðabyggð heldur í sveitarstjórnarkosningunum á laugardag, ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í gærkvöldi. Fjarðalistinn er eins og í síðustu kosningum stærsti flokkurinn í Fjarðabyggð. Flokkurinn nýtur stuðnings 42,1 prósents kjósenda samkvæmt könnuninni, en fékk 33,8 prósent atkvæða í sveitarstjórnarkosningunum 2006. Stuðningur við listann hefur samkvæmt því aukist um 8,3 prósentustig. Hafa verður í huga að atkvæðin deilast nú á þrjá flokka, en í kosningunum 2006 var fjórði flokkurinn, Biðlistinn, í kjöri. Hann býður ekki fram að þessu sinni, en fékk 5,9 prósent atkvæða árið 2006, en engan mann kjörinn. Komi svipað hlutfall upp úr kjörkössunum á laugardag fær Fjarðalistinn fjóra bæjarfulltrúa, sama fjölda og hann er með í dag. Níu eiga sæti í bæjarstjórn Fjarðabyggðar, og fær enginn flokkur hreinan meirihluta samkvæmt könnuninni. Alls sögðust 36,4 prósent þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni myndu greiða Sjálfstæðisflokknum atkvæði sitt yrði gengið til kosninga nú. Flokkurinn var með stuðning 32,6 prósenta í síðustu kosningum, og bætir því við sig 3,8 prósentum samkvæmt könnuninni. Flokkurinn fengi samkvæmt þessu sama fjölda bæjarfulltrúa og í dag, þrjá talsins. Framsóknarflokkurinn tapar lítilsháttar fylgi frá síðustu kosningum. Flokkurinn mælist nú með stuðning 21,5 prósenta kjósenda, en fékk 25 prósenta fylgi í sveitarstjórnarkosningunum 2006. Þrátt fyrir að tapa 3,5 prósentustigum fær flokkurinn tvo bæjarfulltrúa í kosningum verði þetta niðurstaðan í kosningunum á laugardag, sama fjölda og flokkurinn er með í dag. Miðað við þessar niðurstöður gætu Fjarðalistinn og Framsóknarflokkurinn haldið áfram meirihlutasamstarfi sínu í Fjarðabyggð, en í raun gætu hvaða tveir flokkar sem er myndað meirihluta. Talsverður munur er á afstöðu kynjanna. Tæplega 47 prósent kvenna sögðust ætla að kjósa Fjarðalistann, en tæplega 37 prósent karla. Karlar virðast líklegri til að kjósa Framsóknarflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn, en munurinn er ekki jafn mikill. Hringt var í 600 manns þriðjudagskvöldið 25. maí. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til sveitarstjórnakosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var að lokum spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk? Alls tóku 55,0 prósent afstöðu. brjann@frettabladid.is
Kosningar 2010 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Sjá meira
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent