Salan aðeins svipur hjá sjón eftir gosið 26. apríl 2010 06:00 Framkvæmdastjóri ferðaþjónustunnar segir ærið verk fram undan að fá ferðamenn aftur til landsins. Ráðast þarf í miklar aðgerðir til að fá erlenda ferðamenn aftur til landsins. Þetta er mat framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar, Ernu Hauksdóttur. Fréttir af eldgosinu í Eyjafjallajökli hafa borist um allan heim og Erna segist hafa fregnir af því að ferðaþjónustufyrirtæki víða um land hafi fengið fjölda fyrirspurna frá fólki sem hugðist koma til landsins í sumar. Einnig að töluvert sé um afbókanir meðal erlendra ferðamanna. „Við höfum fengið upplýsingar frá ferðaþjónustufyrirtækjum sem segja að mikið sé um afbókanir. Það sem er hins vegar mun alvarlegri tíðindi er að hrun er í nýjum bókunum. Þessi tími, og næstu vikur fram á sumar, er aðalbókunartími ársins í ferðamannaiðnaðinum þannig að þetta er gríðarlega alvarlegt mál," segir Erna. Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express, sagði stöðuna slæma í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöld. Hann segir sölu á flugferðum aðeins vera um fjórðung af því sem var fyrir gos og stuðla þurfi að mikilli landkynningu til að ekki verði algert hrun í ferðaþjónustunni. Matthías segir jafnframt að stefnt hafi í að komandi sumar yrði mesta ferðamannasumar í manna minnum. Miðað við söluna verði það hins vegar aðeins svipur hjá sjón. Erna segir mikilvægt að allir leggist á eitt við að koma réttum upplýsingum á framfæri til að ferðaþjónustan falli ekki á tíma. Mikil bjartsýni ríkti í ferðageiranum fyrir nokkrum vikum þegar allt stefndi í að ferðamenn myndu streyma til landsins. „Það þurfa allir að taka til hendinni og hjálpast að við þetta verkefni sem fram undan er," segir Erna. juliam@frettabladid.is Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Selja hlut sinn í Skógarböðunum Viðskipti innlent Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Viðskipti erlent Jón Gunnarsson til Samorku Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Sjá meira
Ráðast þarf í miklar aðgerðir til að fá erlenda ferðamenn aftur til landsins. Þetta er mat framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar, Ernu Hauksdóttur. Fréttir af eldgosinu í Eyjafjallajökli hafa borist um allan heim og Erna segist hafa fregnir af því að ferðaþjónustufyrirtæki víða um land hafi fengið fjölda fyrirspurna frá fólki sem hugðist koma til landsins í sumar. Einnig að töluvert sé um afbókanir meðal erlendra ferðamanna. „Við höfum fengið upplýsingar frá ferðaþjónustufyrirtækjum sem segja að mikið sé um afbókanir. Það sem er hins vegar mun alvarlegri tíðindi er að hrun er í nýjum bókunum. Þessi tími, og næstu vikur fram á sumar, er aðalbókunartími ársins í ferðamannaiðnaðinum þannig að þetta er gríðarlega alvarlegt mál," segir Erna. Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express, sagði stöðuna slæma í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöld. Hann segir sölu á flugferðum aðeins vera um fjórðung af því sem var fyrir gos og stuðla þurfi að mikilli landkynningu til að ekki verði algert hrun í ferðaþjónustunni. Matthías segir jafnframt að stefnt hafi í að komandi sumar yrði mesta ferðamannasumar í manna minnum. Miðað við söluna verði það hins vegar aðeins svipur hjá sjón. Erna segir mikilvægt að allir leggist á eitt við að koma réttum upplýsingum á framfæri til að ferðaþjónustan falli ekki á tíma. Mikil bjartsýni ríkti í ferðageiranum fyrir nokkrum vikum þegar allt stefndi í að ferðamenn myndu streyma til landsins. „Það þurfa allir að taka til hendinni og hjálpast að við þetta verkefni sem fram undan er," segir Erna. juliam@frettabladid.is
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Selja hlut sinn í Skógarböðunum Viðskipti innlent Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Viðskipti erlent Jón Gunnarsson til Samorku Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent