Hamilton: Mun berjast af meiri hörku 17. september 2010 11:26 Lewis Hamilton á McLaren féll úr leik í síðustu keppni. Mynd: Getty Images Lewis Hamilton féll úr leik í síðustu Formúlu 1 keppni og tapaði af dýrmætum stigum í titilslagnum, þar sem fjórir aðrir ökumenn keppa við hann um titilinn. Mark Webber náði forystunni af Hamilton í stigamótinu, en Fernando Alonso er þriðji, Jenson Button og Sebastian Vettel. "Mér líður eins og ég hafi brugðist liðinu, þannig að ég mun berjast af enn meiri hörku það sem eftir lifir tímabilsins", sagði Lewis Hamilton í frétt á autosport.com, en ummælin eru tekin af vefsíðu hans. "Ég hef tvisvar fallið úr leik og náð einum sigri í síðustu þremur mótum. Það er ekki svo slæmt, en ég hef tapað stigum á keppinauta mína í titilsókninni. Þessi úrslit eru ekki nógu góð til að færa mér titilinn." Hamilton segir að hann verði að taka hvert mót fyrir sig og hann verði að ljúka þeim fimmt mótum sem eftir eru. "Ég mæti í Singapúr til að sigra. Ég hef áður lent í erfiðleikum á ferlinum og maður þarf að læra af slíkum aðstæðum. Maður tekur upplýsingarnar og nýtir reynsluna og lítur fram veginn." "Ég fór á fætur á mánudaginn með hugann við næsta mót, að bæta bílinn og þokast nær titilinum. Það er ekki hægt að dvelja í neikvæðni. Við erum enn í góðri stöðu og þurfum að nýta hana", sagði Hamilton. Stigastaðan 1 Mark Webber 187 2 Lewis Hamilton 182 3 Fernando Alonso 166 4 Jenson Button 165 5 Sebastian Vettel 163 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Lewis Hamilton féll úr leik í síðustu Formúlu 1 keppni og tapaði af dýrmætum stigum í titilslagnum, þar sem fjórir aðrir ökumenn keppa við hann um titilinn. Mark Webber náði forystunni af Hamilton í stigamótinu, en Fernando Alonso er þriðji, Jenson Button og Sebastian Vettel. "Mér líður eins og ég hafi brugðist liðinu, þannig að ég mun berjast af enn meiri hörku það sem eftir lifir tímabilsins", sagði Lewis Hamilton í frétt á autosport.com, en ummælin eru tekin af vefsíðu hans. "Ég hef tvisvar fallið úr leik og náð einum sigri í síðustu þremur mótum. Það er ekki svo slæmt, en ég hef tapað stigum á keppinauta mína í titilsókninni. Þessi úrslit eru ekki nógu góð til að færa mér titilinn." Hamilton segir að hann verði að taka hvert mót fyrir sig og hann verði að ljúka þeim fimmt mótum sem eftir eru. "Ég mæti í Singapúr til að sigra. Ég hef áður lent í erfiðleikum á ferlinum og maður þarf að læra af slíkum aðstæðum. Maður tekur upplýsingarnar og nýtir reynsluna og lítur fram veginn." "Ég fór á fætur á mánudaginn með hugann við næsta mót, að bæta bílinn og þokast nær titilinum. Það er ekki hægt að dvelja í neikvæðni. Við erum enn í góðri stöðu og þurfum að nýta hana", sagði Hamilton. Stigastaðan 1 Mark Webber 187 2 Lewis Hamilton 182 3 Fernando Alonso 166 4 Jenson Button 165 5 Sebastian Vettel 163
Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira