Hamilton: Mun berjast af meiri hörku 17. september 2010 11:26 Lewis Hamilton á McLaren féll úr leik í síðustu keppni. Mynd: Getty Images Lewis Hamilton féll úr leik í síðustu Formúlu 1 keppni og tapaði af dýrmætum stigum í titilslagnum, þar sem fjórir aðrir ökumenn keppa við hann um titilinn. Mark Webber náði forystunni af Hamilton í stigamótinu, en Fernando Alonso er þriðji, Jenson Button og Sebastian Vettel. "Mér líður eins og ég hafi brugðist liðinu, þannig að ég mun berjast af enn meiri hörku það sem eftir lifir tímabilsins", sagði Lewis Hamilton í frétt á autosport.com, en ummælin eru tekin af vefsíðu hans. "Ég hef tvisvar fallið úr leik og náð einum sigri í síðustu þremur mótum. Það er ekki svo slæmt, en ég hef tapað stigum á keppinauta mína í titilsókninni. Þessi úrslit eru ekki nógu góð til að færa mér titilinn." Hamilton segir að hann verði að taka hvert mót fyrir sig og hann verði að ljúka þeim fimmt mótum sem eftir eru. "Ég mæti í Singapúr til að sigra. Ég hef áður lent í erfiðleikum á ferlinum og maður þarf að læra af slíkum aðstæðum. Maður tekur upplýsingarnar og nýtir reynsluna og lítur fram veginn." "Ég fór á fætur á mánudaginn með hugann við næsta mót, að bæta bílinn og þokast nær titilinum. Það er ekki hægt að dvelja í neikvæðni. Við erum enn í góðri stöðu og þurfum að nýta hana", sagði Hamilton. Stigastaðan 1 Mark Webber 187 2 Lewis Hamilton 182 3 Fernando Alonso 166 4 Jenson Button 165 5 Sebastian Vettel 163 Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Lewis Hamilton féll úr leik í síðustu Formúlu 1 keppni og tapaði af dýrmætum stigum í titilslagnum, þar sem fjórir aðrir ökumenn keppa við hann um titilinn. Mark Webber náði forystunni af Hamilton í stigamótinu, en Fernando Alonso er þriðji, Jenson Button og Sebastian Vettel. "Mér líður eins og ég hafi brugðist liðinu, þannig að ég mun berjast af enn meiri hörku það sem eftir lifir tímabilsins", sagði Lewis Hamilton í frétt á autosport.com, en ummælin eru tekin af vefsíðu hans. "Ég hef tvisvar fallið úr leik og náð einum sigri í síðustu þremur mótum. Það er ekki svo slæmt, en ég hef tapað stigum á keppinauta mína í titilsókninni. Þessi úrslit eru ekki nógu góð til að færa mér titilinn." Hamilton segir að hann verði að taka hvert mót fyrir sig og hann verði að ljúka þeim fimmt mótum sem eftir eru. "Ég mæti í Singapúr til að sigra. Ég hef áður lent í erfiðleikum á ferlinum og maður þarf að læra af slíkum aðstæðum. Maður tekur upplýsingarnar og nýtir reynsluna og lítur fram veginn." "Ég fór á fætur á mánudaginn með hugann við næsta mót, að bæta bílinn og þokast nær titilinum. Það er ekki hægt að dvelja í neikvæðni. Við erum enn í góðri stöðu og þurfum að nýta hana", sagði Hamilton. Stigastaðan 1 Mark Webber 187 2 Lewis Hamilton 182 3 Fernando Alonso 166 4 Jenson Button 165 5 Sebastian Vettel 163
Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira