Allt fyrir almenning Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 27. janúar 2010 06:00 Ég hef búið í höfuðstaðnum í bráðum 13 ár en ég er landsbyggðarpía að upplagi. Kom til borgarinnar til að mennta mig listum og ílengdist. Ég flutti með allt mitt hafurtask í skottinu á hvítri súbarúbifreið systur minnar eitt haustið og hóf borgarbúskapinn í kjallaraskonsu á Njálsgötunni, ásamt vinkonu. Rataði ekki neitt, var strýtt í skólanum á grjóthörðum norðanhreimnum og þurfti að útskýra það margoft að, nei ég væri ekki frá Akureyri þó ég væri að norðan. Akureyri virtist einhvernveginn vera eini staðurinn sem borgarbúinn vissi að væri "úti á landi." Þegar ég sagðist vera alin upp í sveit innan um kindur og kýr mætti ég stórum spurnaraugum bekkjarfélaga minna sem tengdu sveitalífið við sögubækur og eitthvað sem forfeður okkar upplifðu. Ég hefði eins getað sagst hafa alist upp á Mars, landsbyggðin var ekki með í umræðunni. Ég skildi til dæmis aldrei þegar ég var lítil afhverju 17. júní var alltaf tengdur rigningu og roki. Fyrir norðan var alltaf sól í júní! Ég lét það gjarnan ergja mig hversu sjálfhverfir borgarbúar geta verið.Ég hef til dæmis háð ótal rimmur um réttlætingu þess að vegakerfið úti á landi sé bætt en það þykir óþarfi þegar hver maður sér að ekki er hægt að bíða lengur með tvöföldun akreina í borginni, breikkun aðreina, víslagningu gatnamóta, lagningu hraðbrauta í stokk og svo mætti lengi telja. Það væri einfaldlega ill meðferð á skattfé "almennings" að fara að bora göng og tvöfalda brýr einhversstaðar úti á landi. Hvað er þetta fólk líka að búa þarna á hjara veraldar þegar þar eru ekki einu sinni almennilegir vegir? Smám saman hef ég samt aðlagast borgarlífinu og líkar það vel. Fór fljótlega að drekka latte úr pappamáli og harði norðanhreimurinn linaðist allur upp. Áður en ég vissi af var ég farin að taka "strædó" og borða "pulsu"! Og núna er ég löngu orðin vön því að borgarbúar telji sig eina fólkið í landinu. Að þegar talað er um almenning sé verið að tala um þá og enga aðra. Það kom mér því ekkert á óvart en stakk mig þó, þegar útvarsstjóri kynnti niðurskurðinn hjá RÚV í fréttum um daginn. Meðal annars hefði verið ákveðið að hætta útsendingum svæðisstöðva RÚV á landsbyggðinni. Útvarpsstjóri sagðist með þessum aðgerðum vera að lágmarka skaðann af niðurskurðaraðgerðum stjórnvalda, fyrir eigendur Ríkisútvarpsins, það er að segja almenning! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Tryggvadóttir Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Ég hef búið í höfuðstaðnum í bráðum 13 ár en ég er landsbyggðarpía að upplagi. Kom til borgarinnar til að mennta mig listum og ílengdist. Ég flutti með allt mitt hafurtask í skottinu á hvítri súbarúbifreið systur minnar eitt haustið og hóf borgarbúskapinn í kjallaraskonsu á Njálsgötunni, ásamt vinkonu. Rataði ekki neitt, var strýtt í skólanum á grjóthörðum norðanhreimnum og þurfti að útskýra það margoft að, nei ég væri ekki frá Akureyri þó ég væri að norðan. Akureyri virtist einhvernveginn vera eini staðurinn sem borgarbúinn vissi að væri "úti á landi." Þegar ég sagðist vera alin upp í sveit innan um kindur og kýr mætti ég stórum spurnaraugum bekkjarfélaga minna sem tengdu sveitalífið við sögubækur og eitthvað sem forfeður okkar upplifðu. Ég hefði eins getað sagst hafa alist upp á Mars, landsbyggðin var ekki með í umræðunni. Ég skildi til dæmis aldrei þegar ég var lítil afhverju 17. júní var alltaf tengdur rigningu og roki. Fyrir norðan var alltaf sól í júní! Ég lét það gjarnan ergja mig hversu sjálfhverfir borgarbúar geta verið.Ég hef til dæmis háð ótal rimmur um réttlætingu þess að vegakerfið úti á landi sé bætt en það þykir óþarfi þegar hver maður sér að ekki er hægt að bíða lengur með tvöföldun akreina í borginni, breikkun aðreina, víslagningu gatnamóta, lagningu hraðbrauta í stokk og svo mætti lengi telja. Það væri einfaldlega ill meðferð á skattfé "almennings" að fara að bora göng og tvöfalda brýr einhversstaðar úti á landi. Hvað er þetta fólk líka að búa þarna á hjara veraldar þegar þar eru ekki einu sinni almennilegir vegir? Smám saman hef ég samt aðlagast borgarlífinu og líkar það vel. Fór fljótlega að drekka latte úr pappamáli og harði norðanhreimurinn linaðist allur upp. Áður en ég vissi af var ég farin að taka "strædó" og borða "pulsu"! Og núna er ég löngu orðin vön því að borgarbúar telji sig eina fólkið í landinu. Að þegar talað er um almenning sé verið að tala um þá og enga aðra. Það kom mér því ekkert á óvart en stakk mig þó, þegar útvarsstjóri kynnti niðurskurðinn hjá RÚV í fréttum um daginn. Meðal annars hefði verið ákveðið að hætta útsendingum svæðisstöðva RÚV á landsbyggðinni. Útvarpsstjóri sagðist með þessum aðgerðum vera að lágmarka skaðann af niðurskurðaraðgerðum stjórnvalda, fyrir eigendur Ríkisútvarpsins, það er að segja almenning!
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun