Vettel: Nýju dekkin betri en flestir áttu von á 20. nóvember 2010 17:21 Sebastian Vettel á Red Bull á Pirelli dekkjunum í Abu Dhabi i gær. Mynd: Getty Images/Andrew Hone Sebastian Vettel, nýbakaður Formúlu 1 meistari prófaði nýju Pirelli dekkin sem verða notuð á næsta ári í dag og í gær ásamt fjölda ökumanna keppnisliða. Prófunin er mikilvægur þáttur í þróun dekkjanna fyrir komandi keppnistímabil þar sem Pirelli tekur við því hlutverki að útvega dekk í stað Bridegstone sem hefur gert það síðustu ár. Þáttur Pirelli er mikilvægur, þar sem dekkin skipta sköpum og 24 ökumenn munu þrautreyna þau í mótum á næsta ári, en 20 mót verða á dagskrá 2011. Keppnislið munu reyna 2011 bíla sína í febrúar, ef allt gengur samkvæmt áætlun með smíði þeirra hjá öllum liðum. "Í heildina held ég að það sé mikið verk fyrir höndum, en ég held þetta sé betra en flestir áttu vona á. Í heildina litið voru þetta tveir góðir dagar. Ég myndi gjarnan vilja keyra meira, en rétt eins og í gær þá sprakk hjá mér í dag, sem kostaði tíma. Núna þarf að skoða og greina hlutina fyrir næsta ár", sagði Vettel í frétt á autosport.com. Dekk sprakk hjá Vettel í gær og hafði það skorist vegna aðskotahluts í brautinni, en Paul Hembery yfirmaður Pirelli, en vildi ekkert ræða sérstaklega um hvað gerðist í dag og málið er í skoðun og hann kvað það ekkert áfall að þetta kæmi upp á æfingu. Í annarri frétt fyrr um daginn á autosport.com sagði að fyrstu athuganir bentu til þess sama og gerðist í gær. "Það hefur ekkert sjokkerað eða verið slæmt og niðurstaða æfinganna er hvatning og við erum á réttri leið", sagði Pembery um útkomuna á æfingunum. "Eftir þessa æfingar og vinnu í Barein í næsta mánuði þá verðum við með góða hugmynd um hvaða afbrigði af dekkjum á að mæta með á einstakar brautir.", sagði Hembery. Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Sebastian Vettel, nýbakaður Formúlu 1 meistari prófaði nýju Pirelli dekkin sem verða notuð á næsta ári í dag og í gær ásamt fjölda ökumanna keppnisliða. Prófunin er mikilvægur þáttur í þróun dekkjanna fyrir komandi keppnistímabil þar sem Pirelli tekur við því hlutverki að útvega dekk í stað Bridegstone sem hefur gert það síðustu ár. Þáttur Pirelli er mikilvægur, þar sem dekkin skipta sköpum og 24 ökumenn munu þrautreyna þau í mótum á næsta ári, en 20 mót verða á dagskrá 2011. Keppnislið munu reyna 2011 bíla sína í febrúar, ef allt gengur samkvæmt áætlun með smíði þeirra hjá öllum liðum. "Í heildina held ég að það sé mikið verk fyrir höndum, en ég held þetta sé betra en flestir áttu vona á. Í heildina litið voru þetta tveir góðir dagar. Ég myndi gjarnan vilja keyra meira, en rétt eins og í gær þá sprakk hjá mér í dag, sem kostaði tíma. Núna þarf að skoða og greina hlutina fyrir næsta ár", sagði Vettel í frétt á autosport.com. Dekk sprakk hjá Vettel í gær og hafði það skorist vegna aðskotahluts í brautinni, en Paul Hembery yfirmaður Pirelli, en vildi ekkert ræða sérstaklega um hvað gerðist í dag og málið er í skoðun og hann kvað það ekkert áfall að þetta kæmi upp á æfingu. Í annarri frétt fyrr um daginn á autosport.com sagði að fyrstu athuganir bentu til þess sama og gerðist í gær. "Það hefur ekkert sjokkerað eða verið slæmt og niðurstaða æfinganna er hvatning og við erum á réttri leið", sagði Pembery um útkomuna á æfingunum. "Eftir þessa æfingar og vinnu í Barein í næsta mánuði þá verðum við með góða hugmynd um hvaða afbrigði af dekkjum á að mæta með á einstakar brautir.", sagði Hembery.
Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira