Sebastian Vettel á Red Bull var líðlega 0.7 sekúndum lfljótari en keppinautarnir á lokaæfingu keppnisliða fí Barcelona í dag yrir tímatökuna sem er í beinni útsendingu á Sttöð 2 Sport kl. 11.45 í dag.
Vettel náði afgerandi góðum tíma miðað við keppinautanna og verður fróðlegt að sjá hvort keppinautarnir ná að brúa bilið eður ei í tímatökunni, en þrjár umferðir eru eknar og 10 fljótustu í tveimur fyrstu umferðunum keppa um besta tíma og staðsetningu á ráslínunni.
Mark Webber, Lewis Hamilton, Jenson Button og Michael Schumacher komu næstir Vettel á æfungunni í dag. Robert Kubica og Kamui Kobayashi misstu báðir bíla sína útaf á hröðum kafla og spurning hvernig tekst að undirbúa bíla þeirra fyrir tímatökuna.
Tíu fljótustu á lokaæfingunni
1. Vettel Red Bull-Renault 1:20.528 15
2. Webber Red Bull-Renault 1:21.232 + 0.704 11
3. Hamilton McLaren-Mercedes 1:21.348 + 0.820 14
4. Button McLaren-Mercedes 1:21.376 + 0.848 16
5. Schumacher Mercedes 1:21.583 + 1.055 14
6. Massa Ferrari 1:21.749 + 1.221 16
7. Rosberg Mercedes 1:22.013 + 1.485 14
8. Alonso Ferrari 1:22.091 + 1.563 15
9. Kubica Renault 1:22.242 + 1.714 20
10. Sutil Force India-Mercedes 1:22.377 + 1.849 12