Fjölmiðlar eru duglegir að fjalla um illindi og slagsmál milli stuðningsmanna fótboltaliða. Það má ekki búast við því að það verði umfjöllunarefnið eftir Evrópuleik Atletico Madrid og Liverpool á morgun.
Liðin voru saman í riðli í Meistaradeildinni 2008 og þá fór ansi vel á milli stuðningsmannahópana tveggja. Menn föðmuðust og skiptust á treflum og treyjum.
Með því að smella hér sérðu myndband fyrir viðureign liðanna á Spáni 2008 þar sem vinátta stuðningsmannahópana sést vel.