Barátta Sutil og Hamilton vakti athygli og Force India verðlaunað 7. apríl 2010 09:41 Adrian Sutil og Lewis Hamilton er vel til vina utan brautar, en harðir keppnismenn innan hennar. Mynd: Getty Images Þjóðverjinn Adrian Sutil hjá Force India náði fimmta sæti í Malasíu um helgina og barðist um sætið við vin sinn Lewis Hamilton hjá McLaren. Force India hefur vaxið ásmeginn, en í gær fékk Force India liðið að auki verðlaun fyrir athyglisverðasta atvikið í Formúlu 1 árið 2009. Netkosning tímaritsins F1 og FOTA, samtaka keppnisliða færði þeim viðurkenningu frá LG sjónvarpsframleiðandanum fyrir mikinn baráttuhug og góðan árangur á Spa brautinni í Belgíu í fyrra. Þá náði Giancarlo Fisichella besta tíma í tímatökum og varð annar í mótinu á eftir Kimi Raikkönen. En slagur Sutil og Hamilton vakti mikla athygli og barátta þeirra var mikið sýnd í sjónvarpinu á sunnudaginn. ,, Já. Það var gott mál. Liðið á skilið að vera eitt af þeim sem fylgst er með. Ég barðist við Hamilton í 20 hringi um fimmta sætið og það var virkilega spennandi. Ég gerði engin mistök og það var ekki sjéns fyrir hann að komast framúr, þó McLaren bíllinn sé einn sá fljótasti. Ég naut þess vel og ég held að Hamilton hafi líka gert það!", sagði Sutil á f1.com. ,,Ég þurfti á þessum árangri að halda. Við höfum verið samkeppnisfærir, en höfum horfið á braut án nokkurs árangurs og það var erfitt að upplifa. Það gekk allt upp í tímatökum og í kappakstrinum." Hamilton og Sutil áttust við í Formúlu 3 á árum áður og aðspurður um hvort helgin minni á þá daga sagði Sutil. ,,Já, aðeins. Það er alltaf gott að hitta Hamilton. Við þekkjumst vel, en það er engin vinskapur í brautinni. Hann kemur aftur eftir köflótta flaggið. Við virðum þó hvorn annan í brautinni." Sutil telur að Force India verði í baráttunni við Renault, en liðið sé kannski 0.1 sekúndu í hring hægari. Robert Kubica varð í fjórða sæti á undan Sutil í síðustu keppni. Sutil telur að Force India verði að skoða hvernig bíllinn er að virka í startinu, en eitthvað vandamál hefur verið með virkni kúplingar bílsins í ræsingunni. Sutil finnst ekki ónýtt að vera framar en Michael Schumacher í stigamótinu, en hann er með 10 stig á móti 9 Schumachers. ,,Það er ekki slæmt, en Mercedes er þó í betri málum og Schumacher gekk illa á sunnudaginn. En það er gott að geta keppt við stóru liðin. Það er ekki auðvelt, en við verðum að grípa tækifærið. Ég vil ná árangri í næsta móti, í Kína á ný!", sagði Sutil. Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Handbolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Fótbolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Þjóðverjinn Adrian Sutil hjá Force India náði fimmta sæti í Malasíu um helgina og barðist um sætið við vin sinn Lewis Hamilton hjá McLaren. Force India hefur vaxið ásmeginn, en í gær fékk Force India liðið að auki verðlaun fyrir athyglisverðasta atvikið í Formúlu 1 árið 2009. Netkosning tímaritsins F1 og FOTA, samtaka keppnisliða færði þeim viðurkenningu frá LG sjónvarpsframleiðandanum fyrir mikinn baráttuhug og góðan árangur á Spa brautinni í Belgíu í fyrra. Þá náði Giancarlo Fisichella besta tíma í tímatökum og varð annar í mótinu á eftir Kimi Raikkönen. En slagur Sutil og Hamilton vakti mikla athygli og barátta þeirra var mikið sýnd í sjónvarpinu á sunnudaginn. ,, Já. Það var gott mál. Liðið á skilið að vera eitt af þeim sem fylgst er með. Ég barðist við Hamilton í 20 hringi um fimmta sætið og það var virkilega spennandi. Ég gerði engin mistök og það var ekki sjéns fyrir hann að komast framúr, þó McLaren bíllinn sé einn sá fljótasti. Ég naut þess vel og ég held að Hamilton hafi líka gert það!", sagði Sutil á f1.com. ,,Ég þurfti á þessum árangri að halda. Við höfum verið samkeppnisfærir, en höfum horfið á braut án nokkurs árangurs og það var erfitt að upplifa. Það gekk allt upp í tímatökum og í kappakstrinum." Hamilton og Sutil áttust við í Formúlu 3 á árum áður og aðspurður um hvort helgin minni á þá daga sagði Sutil. ,,Já, aðeins. Það er alltaf gott að hitta Hamilton. Við þekkjumst vel, en það er engin vinskapur í brautinni. Hann kemur aftur eftir köflótta flaggið. Við virðum þó hvorn annan í brautinni." Sutil telur að Force India verði í baráttunni við Renault, en liðið sé kannski 0.1 sekúndu í hring hægari. Robert Kubica varð í fjórða sæti á undan Sutil í síðustu keppni. Sutil telur að Force India verði að skoða hvernig bíllinn er að virka í startinu, en eitthvað vandamál hefur verið með virkni kúplingar bílsins í ræsingunni. Sutil finnst ekki ónýtt að vera framar en Michael Schumacher í stigamótinu, en hann er með 10 stig á móti 9 Schumachers. ,,Það er ekki slæmt, en Mercedes er þó í betri málum og Schumacher gekk illa á sunnudaginn. En það er gott að geta keppt við stóru liðin. Það er ekki auðvelt, en við verðum að grípa tækifærið. Ég vil ná árangri í næsta móti, í Kína á ný!", sagði Sutil.
Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Handbolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Fótbolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira