Tiger Woods tjáir sig á morgun - engar spurningar leyfðar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. febrúar 2010 09:30 Tiger Woods og kona hans þegar allt lék í lyndi,. Mynd/Getty Images Golfarinn Tiger Woods hefur boðað til óformlegs fundar við útvalda fjölmiðlamenn á morgun þar sem hann ætlar að tjá sig opinberlega í fyrsta sinn í þrjá mánuði. Tiger hefur ekki komið opinberlega fram síðan að undarlegt bílslys um miðja nótt opnaði fyrir flóð að sögum um framhjáhöld og kynlífsfíkn og setti hjónaband hans á annan endann. „Þetta er ekki blaðamannafundur," sagði Mark Steinberg, umboðsmaður Tiger Woods. „Hann er að byrja að bæta fyrir gjörðir sínar og hann ætlar að ræða hvernig hann mun gera það. Þetta snýst um hans næsta skref," sagði Steinberg en engar spurningar verða leyfðar. Það eru líka bara útvaldir fjölmiðlar og blaðamenn sem fá að vera á staðnum. Fjölmiðlamenn frá The Associated Press, Reuters og Bloomberg fá að vera í herberginu og þar verður bara ein upptökuvél. Aðrir fjölmiðlamenn þurfa að sætta sig við að fylgjast með úr fjarska. „Þó að Tiger telji að það sem gerðist sé aðeins á milli hans og konu hans þá gerir hann sér grein fyrir því að hann hefur sært fólk í kringum sig og ollið þeim miklum vonbrigðum. Hann hefur einnig ollið aðdáendum sínum vonbrigðum. Hann ætlar að herja ferlið að bæta fyrir það," sagði Steinberg í yfirlýsingu. Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Golfarinn Tiger Woods hefur boðað til óformlegs fundar við útvalda fjölmiðlamenn á morgun þar sem hann ætlar að tjá sig opinberlega í fyrsta sinn í þrjá mánuði. Tiger hefur ekki komið opinberlega fram síðan að undarlegt bílslys um miðja nótt opnaði fyrir flóð að sögum um framhjáhöld og kynlífsfíkn og setti hjónaband hans á annan endann. „Þetta er ekki blaðamannafundur," sagði Mark Steinberg, umboðsmaður Tiger Woods. „Hann er að byrja að bæta fyrir gjörðir sínar og hann ætlar að ræða hvernig hann mun gera það. Þetta snýst um hans næsta skref," sagði Steinberg en engar spurningar verða leyfðar. Það eru líka bara útvaldir fjölmiðlar og blaðamenn sem fá að vera á staðnum. Fjölmiðlamenn frá The Associated Press, Reuters og Bloomberg fá að vera í herberginu og þar verður bara ein upptökuvél. Aðrir fjölmiðlamenn þurfa að sætta sig við að fylgjast með úr fjarska. „Þó að Tiger telji að það sem gerðist sé aðeins á milli hans og konu hans þá gerir hann sér grein fyrir því að hann hefur sært fólk í kringum sig og ollið þeim miklum vonbrigðum. Hann hefur einnig ollið aðdáendum sínum vonbrigðum. Hann ætlar að herja ferlið að bæta fyrir það," sagði Steinberg í yfirlýsingu.
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira