Fótbolti

Maicon: Mikilvægara að vinna HM en að spila fallegan bolta

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
Maicon, leikmaður Inter og Brasilíu.
Maicon, leikmaður Inter og Brasilíu.
Brasilíski varnarmaðurinn, Maicon, segir að Brasilíumenn hugsi meira um að vinna HM en að spila fallegan fótbolta sem liðið hefur verið þekkt fyrir í gegnum tíðina.

Brasilísku stuðningsmennirnir eru vanir skemmtilegri knattspyrnu og leikmenn líkt og Pele, Zico og Ronaldo hafa allir séð um að skemmta fólkinu með frábærum töktum.

Maicon átti gott tímabil með Inter í vetur en liðið vann þrefalt undir stjórn Jose Mourinho sem hefur nú yfirgefið félagið.

„Ég vill verða meistari. Þó svo að við Brasilíumenn sýnum ekki flottu taktana. Hvernig sem Brasilíska liðið spilar þá er aðeins eitt sem skiptir máli og það er að Brasilía verði í úrslitaleiknum  þann 11. julí," sagði Maicon ákveðinn í viðtali við Telegraph.

Maicon er í vörn Brasilíu ásamt félögum sínum hjá Inter Julio Cesar sem að stendur í rammanum og varnatröllinu Lucio. Margir vilja meina að þeir séu með sterkustu varnarlínuna.

„Það er ánægjulegt að einhverjum finnist við vera með þeim bestu en við verðum að stíga út á völl og sinna okkar vinnu," segir Maicon.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×