Da Vinci fléttan: Málið er eins og sápuópera 10. nóvember 2010 06:00 Trúgjarni djasspíanistinn Roger Davidson er vellauðugur erfingi olíufyrirtækis og nokkuð þekkt tónskáld og djasspíanisti. Fréttablaðið reyndi að ná sambandi við Davidson í gær án árangurs. Lögreglan í New York-ríki rannsakar nú hvort hluti ágóðans af lygilegri svikamyllu Helgu Ingvarsdóttur og kærasta hennar, Vickram Bedi, hafi verið fluttur til Íslands. Þetta segir upplýsingafulltrúi saksóknaraembættisins í Westchester-sýslu, sem lýsir málinu sem sápuóperu. „Maður les frásögnina og hugsar: Ertu að grínast? En fólk er eins og það er," segir upplýsingafulltrúinn Lucian Chalfen. Bedi og Helga eru talin hafa svikið allt upp undir 20 milljónir dollara, jafnvirði um 2,2 milljarða, út úr Roger Davidson, þekktum djasspíanista og erfingja olíurisans Schlumberger Ltd. Davidson hefur hlotið Grammy-verðlaun fyrir rómanska tónlist. Bæði hafa þau neitað sök í málinu. Málavextir eru allir með nokkrum ólíkindum. Davidson leitaði árið 2004 til tölvufyrirtækisins Datalink, sem parið rak, vegna tölvuvíruss. Parið laug í kjölfarið að honum að vírusinn ætti upptök sín á hörðum diski í þorpi í Hondúras og að frændi Bedis, indverskur hermaður, hefði farið í þorpið til að eyðileggja diskinn. Þar hafi frændinn hitt fyrir pólska presta með tengsl inn í trúarregluna Opus Dei, sem hafi viljað vinna Davidson mein og ræna völdum í Bandaríkjunum. Þessu virðist Davidson hafa trúað eins og nýju neti og til að verja diskinn, sem á var öll hans tónlist, og líf sitt lagði hann til Datalink jafnvirði tæplega 200 milljóna íslenskra króna á ári í sex ár. Davidson og parið áttu í kjölfarið náin samskipti. Málið komst hins vegar upp eftir að viðskiptafélagar þremenninganna kærðu Davidson til lögreglu fyrir að njósna um þá með því að koma GPS-tækjum fyrir á bílum þeirra. Fólkið var handtekið í síðustu viku. Það átti flugmiða til Íslands seinna um kvöldið. Helga var handtekin á heimili þeirra en móðir Bedis lét hann í hendur lögreglu eftir að hafa ekið um með hann náttfataklæddan í aftursæti bíls síns til að fela hann. Saksóknari telur sig hafa sannanir fyrir því að sex milljónir dollara, um 660 milljónir króna, hafi verið sviknar af Davidson, en líklega sé fjárhæðin hærri. Jafnvirði 660 milljóna íslenskra króna hefur verið fryst á bankareikningi Bedis og um 180 milljónir á reikningi Helgu. Þá fundust 16,5 milljónir í reiðufé undir rúmi þeirra. „Sakborningarnir tveir sátu um fórnarlamb sitt, blekktu það og notfærðu sér ótta þess á á skipulagðan og kaldrifjaðan hátt," er haft eftir Janet DiFiore saksóknara ytra. Hún segir parið hafa heilaþvegið Davidson. „Aðferðin sem þau beittu kerfisbundið í rúmlega sex ár til að hafa fé af fórnarlambinu endurspeglar fullkomið miskunnarleysi." Íslenska utanríkisþjónustan hefur liðsinnt Helgu með að verða sér úti um lögmannsþjónustu. Þá er faðir hennar á leið utan til að hitta hana. Réttarhöld í málinu hefjast 2. desember. Skötuhjúin gætu átt yfir höfði sér 25 ára fangelsi verði þau fundin sek. stigur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
Lögreglan í New York-ríki rannsakar nú hvort hluti ágóðans af lygilegri svikamyllu Helgu Ingvarsdóttur og kærasta hennar, Vickram Bedi, hafi verið fluttur til Íslands. Þetta segir upplýsingafulltrúi saksóknaraembættisins í Westchester-sýslu, sem lýsir málinu sem sápuóperu. „Maður les frásögnina og hugsar: Ertu að grínast? En fólk er eins og það er," segir upplýsingafulltrúinn Lucian Chalfen. Bedi og Helga eru talin hafa svikið allt upp undir 20 milljónir dollara, jafnvirði um 2,2 milljarða, út úr Roger Davidson, þekktum djasspíanista og erfingja olíurisans Schlumberger Ltd. Davidson hefur hlotið Grammy-verðlaun fyrir rómanska tónlist. Bæði hafa þau neitað sök í málinu. Málavextir eru allir með nokkrum ólíkindum. Davidson leitaði árið 2004 til tölvufyrirtækisins Datalink, sem parið rak, vegna tölvuvíruss. Parið laug í kjölfarið að honum að vírusinn ætti upptök sín á hörðum diski í þorpi í Hondúras og að frændi Bedis, indverskur hermaður, hefði farið í þorpið til að eyðileggja diskinn. Þar hafi frændinn hitt fyrir pólska presta með tengsl inn í trúarregluna Opus Dei, sem hafi viljað vinna Davidson mein og ræna völdum í Bandaríkjunum. Þessu virðist Davidson hafa trúað eins og nýju neti og til að verja diskinn, sem á var öll hans tónlist, og líf sitt lagði hann til Datalink jafnvirði tæplega 200 milljóna íslenskra króna á ári í sex ár. Davidson og parið áttu í kjölfarið náin samskipti. Málið komst hins vegar upp eftir að viðskiptafélagar þremenninganna kærðu Davidson til lögreglu fyrir að njósna um þá með því að koma GPS-tækjum fyrir á bílum þeirra. Fólkið var handtekið í síðustu viku. Það átti flugmiða til Íslands seinna um kvöldið. Helga var handtekin á heimili þeirra en móðir Bedis lét hann í hendur lögreglu eftir að hafa ekið um með hann náttfataklæddan í aftursæti bíls síns til að fela hann. Saksóknari telur sig hafa sannanir fyrir því að sex milljónir dollara, um 660 milljónir króna, hafi verið sviknar af Davidson, en líklega sé fjárhæðin hærri. Jafnvirði 660 milljóna íslenskra króna hefur verið fryst á bankareikningi Bedis og um 180 milljónir á reikningi Helgu. Þá fundust 16,5 milljónir í reiðufé undir rúmi þeirra. „Sakborningarnir tveir sátu um fórnarlamb sitt, blekktu það og notfærðu sér ótta þess á á skipulagðan og kaldrifjaðan hátt," er haft eftir Janet DiFiore saksóknara ytra. Hún segir parið hafa heilaþvegið Davidson. „Aðferðin sem þau beittu kerfisbundið í rúmlega sex ár til að hafa fé af fórnarlambinu endurspeglar fullkomið miskunnarleysi." Íslenska utanríkisþjónustan hefur liðsinnt Helgu með að verða sér úti um lögmannsþjónustu. Þá er faðir hennar á leið utan til að hitta hana. Réttarhöld í málinu hefjast 2. desember. Skötuhjúin gætu átt yfir höfði sér 25 ára fangelsi verði þau fundin sek. stigur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira