Red Bull vill varna deilum ökumanna 31. maí 2010 09:44 Sebastian Vettel vandar ekki Mark Webber kveðjurnar eftir áresktur þeirra í Istanbúl í gær. Mynd: Getty Images Christian Horner, framkvæmdarstjóri Red Bull liðsins segir í samtali við autosport.com að hann vilji varna því að Mark Webber og Sebastian Vettel verði ósáttir hvor við annan eftir áreksturinn í Formúlu 1 mótinu í Istanbúl í gær. Þeir lentu í árekstri þegar þeir voru í forystuhlutverki, Vettel féll úr leik, en Webber náði að klára mótið í þriðja sæti. Webber hafði verið á undan Vettel, sem vildi komast framúr. Hvorugur vill viðurkenna að hafa verið valdur að árekstrinum og innan liðsins eru menn ekki sammála um hvor átti sökina. Einhverjir fjölmiðlar halda því fram að Red Bull vilji hygla að Vettel, en kapparnir tveir voru jafnir í stigamótinu í efsta sæti fyrir keppnina í Istanbúl. Horner segist ætla að lægja allar öldur sem kunna að vera til staðar. "Það sem er mikilvægast er að ræða þetta á opinskáan hátt og það munum við gera. Það eru engin leiðindi á milli ökumanna okkar. Þeir eru báðir kappsfullir og eins og hungruð dýr og það er okkar verk að sjá til þess að svona hendi ekki aftur", sagði Horner í samtali við autosport.com. "Báðir ökumenn þurfa skoða málið vel og læra af því. Þeir eru fulltrúar Red Bull og vita hvað þetta hefur kostað liðið og þá sjálfa í stigamótinu. Þeir hefði ekki þurft að upplifa þetta og hefðu átt að vinna hlutina saman. Hvorgur gaf eftir og því fór sem fór", sagði Horner. Webber er enn í stigaforystu í keppni ökumanna, en Jenson Button og Lewis Hamilton hafa færst nær, þar sem þeir unnu tvöfalt fyrir McLaren. Webber er með 93 stig, Button 88 og Hamilton 84. Vettel féll í fimmta sætið á eftir Fernando Alonso með 78 stig á móti 79 stigum Alonso. Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Christian Horner, framkvæmdarstjóri Red Bull liðsins segir í samtali við autosport.com að hann vilji varna því að Mark Webber og Sebastian Vettel verði ósáttir hvor við annan eftir áreksturinn í Formúlu 1 mótinu í Istanbúl í gær. Þeir lentu í árekstri þegar þeir voru í forystuhlutverki, Vettel féll úr leik, en Webber náði að klára mótið í þriðja sæti. Webber hafði verið á undan Vettel, sem vildi komast framúr. Hvorugur vill viðurkenna að hafa verið valdur að árekstrinum og innan liðsins eru menn ekki sammála um hvor átti sökina. Einhverjir fjölmiðlar halda því fram að Red Bull vilji hygla að Vettel, en kapparnir tveir voru jafnir í stigamótinu í efsta sæti fyrir keppnina í Istanbúl. Horner segist ætla að lægja allar öldur sem kunna að vera til staðar. "Það sem er mikilvægast er að ræða þetta á opinskáan hátt og það munum við gera. Það eru engin leiðindi á milli ökumanna okkar. Þeir eru báðir kappsfullir og eins og hungruð dýr og það er okkar verk að sjá til þess að svona hendi ekki aftur", sagði Horner í samtali við autosport.com. "Báðir ökumenn þurfa skoða málið vel og læra af því. Þeir eru fulltrúar Red Bull og vita hvað þetta hefur kostað liðið og þá sjálfa í stigamótinu. Þeir hefði ekki þurft að upplifa þetta og hefðu átt að vinna hlutina saman. Hvorgur gaf eftir og því fór sem fór", sagði Horner. Webber er enn í stigaforystu í keppni ökumanna, en Jenson Button og Lewis Hamilton hafa færst nær, þar sem þeir unnu tvöfalt fyrir McLaren. Webber er með 93 stig, Button 88 og Hamilton 84. Vettel féll í fimmta sætið á eftir Fernando Alonso með 78 stig á móti 79 stigum Alonso.
Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira