Vettel grét af gleði í endamarkinu 14. nóvember 2010 20:47 Sebastian Vettel fagnar liðsfélögum sínum í dag. Mynd: Getty Images Sebastian Vettel frá Þýskalandi, 23 ára gamall er yngsti Formúlu 1 ökumaðurinn í 60 ára sögu íþróttarinnar. Hann var hrærður þegar hann kom í endamark í Abu Dhabi í dag og grét i talkerfið þegar hann fagnaði sigri, þannig að heyrðist í útsendingu í sjónvarpi. Vettel vann fimm sigra á þessu ári og stóðst Fernando Alonso, Lewis Hamilton, Mark Webber og Jenson Button snúning í mótum ársins, en lengst af voru fimmenningarnir í titilbaráttu. Vettel var í þriðja sæti í stigamótinu fyrir keppnina, en landaði titli með sigri. Alonso þurfti fjórða sætið á eftir Vettel, en varð aðeins sjöundi. "Þetta hefur verið erfitt tímabil hjá mér og okkur öllum, en ég hafði alltaf trú á sjálfum mér. Ég vissi að ég þyrfti að vinna mótið í dag til að verða meistari og bíllinn var magnaður", sagði Vettel eftir keppnina. "Síðustu 10 hringina var ég að spá í hvað væri í gangi. Tæknimaður minn reyndi að færa mér upplýsingar um stöðuna og gæta þess að ég kæmi bílnum í endamark. Ég var farinn að spá í afhverju hann virtist svona taugatrekktur. Svo sagði hann í rólegheitum þegar ég var kominn í endamark að þetta liti vel út. Ég var að spá í hvað hann væri að meina. Vissi ekkert um stöðuna. Svo öskraði hann á mig að ég væri meistari...", sagði Vettel hrærður. "Við erum með öflugan hóp manna sem hafa náð þessum árangri og stutt með ráð og dáð frá upphafi hjá Red Bull. Tímabilið hefur gengið upp og niður, en að koma hérna og ná þessu marki er ótrúlegt. Ég vil bara þakka fyrir mig og líka þakka þeim sem studdu ferill minn á yngri árum", sagði Vettel. Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Rooney er ósammála Gerrard Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Sebastian Vettel frá Þýskalandi, 23 ára gamall er yngsti Formúlu 1 ökumaðurinn í 60 ára sögu íþróttarinnar. Hann var hrærður þegar hann kom í endamark í Abu Dhabi í dag og grét i talkerfið þegar hann fagnaði sigri, þannig að heyrðist í útsendingu í sjónvarpi. Vettel vann fimm sigra á þessu ári og stóðst Fernando Alonso, Lewis Hamilton, Mark Webber og Jenson Button snúning í mótum ársins, en lengst af voru fimmenningarnir í titilbaráttu. Vettel var í þriðja sæti í stigamótinu fyrir keppnina, en landaði titli með sigri. Alonso þurfti fjórða sætið á eftir Vettel, en varð aðeins sjöundi. "Þetta hefur verið erfitt tímabil hjá mér og okkur öllum, en ég hafði alltaf trú á sjálfum mér. Ég vissi að ég þyrfti að vinna mótið í dag til að verða meistari og bíllinn var magnaður", sagði Vettel eftir keppnina. "Síðustu 10 hringina var ég að spá í hvað væri í gangi. Tæknimaður minn reyndi að færa mér upplýsingar um stöðuna og gæta þess að ég kæmi bílnum í endamark. Ég var farinn að spá í afhverju hann virtist svona taugatrekktur. Svo sagði hann í rólegheitum þegar ég var kominn í endamark að þetta liti vel út. Ég var að spá í hvað hann væri að meina. Vissi ekkert um stöðuna. Svo öskraði hann á mig að ég væri meistari...", sagði Vettel hrærður. "Við erum með öflugan hóp manna sem hafa náð þessum árangri og stutt með ráð og dáð frá upphafi hjá Red Bull. Tímabilið hefur gengið upp og niður, en að koma hérna og ná þessu marki er ótrúlegt. Ég vil bara þakka fyrir mig og líka þakka þeim sem studdu ferill minn á yngri árum", sagði Vettel.
Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Rooney er ósammála Gerrard Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira