Skortur á kjúklingi í verslunum enn á ný 1. desember 2010 05:30 jón bjarnason „Það fylgir ekkert vottorð með erlendum kjúklingi,” segir landbúnaðarráðherra. Salmonellusmit hjá kjúklingaframleiðendum á þessu ári hefur leitt til viðvarandi skorts á kjúklingi í verslunum, að mati framkvæmdastjóra Bónuss og Krónunnar. Upp kom smit í kjúklingum frá Matfugli og Reykjagarði í síðustu viku á ný og voru vörur innkallaðar úr verslunum í kjölfarið. Kristinn Skúlason, framkvæmdastjóri Krónunnar, segir ástandið mjög slæmt. „Þetta er búið að vera vandamál í marga mánuði, en núna er þetta sérstaklega slæmt,“ segir Kristinn. „Við fáum ekki nema brotabrot af því sem við pöntum.“ Kristinn segir ótrúlegt að ekki sé hægt að auka innflutningskvóta á erlendum kjúklingi til þess að anna eftirspurn á markaðnum. Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir enga ástæðu til þess að auka innflutningskvóta á erlendum kjúklingi. Ráðuneytinu hafi hvorki borist formlegar fyrirspurnir um rýmkun á kvóta né athugasemdir varðandi skort á markaði. kjúklingaframleiðsla Eftir endurtekið salmonellusmit hjá kjúklingaframleiðendum segja framkvæmdastjórar verslana að skortur sé á markaðnum.fréttablaðið/hari Jón segir málið fyrst og fremst snúa að því að uppræta salmonellusmit í innlendri framleiðslu til þess að halda henni heilbrigðri. „Það er mjög strangt heilbrigðiseftirlit hér á landi og fólk þarf ekki að óttast að í búðum séu smitaðir kjúklingar,“ segir Jón. „Við höfum státað af því að vera með heilbrigðustu kjúklingaframleiðsluna miðað við nágrannalöndin. Það fer ekkert á markað sem er smitað.“ Jón segir að innfluttum kjúklingi fylgi ekki heilbrigðisvottorð varðandi salmonellu. „Erlendur kjúklingur er ekkert endilega laus við salmonellu,“ segir hann. „Það fylgir ekkert vottorð með innfluttum kjúklingi hvort hann er salmonellufrír eða ekki.“ Þorvaldur H. Þórðarson, framkvæmdastjóri innflutningsmála hjá Matvælastofnun, fullyrðir þó að innfluttum kjúklingi fylgi vottun um að hann sé salmonellufrír. Hann vísar þó á ráðuneytið hvað varðar rýmkun á innflutningstollum sökum mögulegs skorts á innlendum kjúklingi. Um 250 tonn af kjúklingi voru urðuð í sumar vegna salmonellusýkingar sem upp kom í eldishúsum Reykjagarðs og Matfugls. sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Salmonellusmit hjá kjúklingaframleiðendum á þessu ári hefur leitt til viðvarandi skorts á kjúklingi í verslunum, að mati framkvæmdastjóra Bónuss og Krónunnar. Upp kom smit í kjúklingum frá Matfugli og Reykjagarði í síðustu viku á ný og voru vörur innkallaðar úr verslunum í kjölfarið. Kristinn Skúlason, framkvæmdastjóri Krónunnar, segir ástandið mjög slæmt. „Þetta er búið að vera vandamál í marga mánuði, en núna er þetta sérstaklega slæmt,“ segir Kristinn. „Við fáum ekki nema brotabrot af því sem við pöntum.“ Kristinn segir ótrúlegt að ekki sé hægt að auka innflutningskvóta á erlendum kjúklingi til þess að anna eftirspurn á markaðnum. Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir enga ástæðu til þess að auka innflutningskvóta á erlendum kjúklingi. Ráðuneytinu hafi hvorki borist formlegar fyrirspurnir um rýmkun á kvóta né athugasemdir varðandi skort á markaði. kjúklingaframleiðsla Eftir endurtekið salmonellusmit hjá kjúklingaframleiðendum segja framkvæmdastjórar verslana að skortur sé á markaðnum.fréttablaðið/hari Jón segir málið fyrst og fremst snúa að því að uppræta salmonellusmit í innlendri framleiðslu til þess að halda henni heilbrigðri. „Það er mjög strangt heilbrigðiseftirlit hér á landi og fólk þarf ekki að óttast að í búðum séu smitaðir kjúklingar,“ segir Jón. „Við höfum státað af því að vera með heilbrigðustu kjúklingaframleiðsluna miðað við nágrannalöndin. Það fer ekkert á markað sem er smitað.“ Jón segir að innfluttum kjúklingi fylgi ekki heilbrigðisvottorð varðandi salmonellu. „Erlendur kjúklingur er ekkert endilega laus við salmonellu,“ segir hann. „Það fylgir ekkert vottorð með innfluttum kjúklingi hvort hann er salmonellufrír eða ekki.“ Þorvaldur H. Þórðarson, framkvæmdastjóri innflutningsmála hjá Matvælastofnun, fullyrðir þó að innfluttum kjúklingi fylgi vottun um að hann sé salmonellufrír. Hann vísar þó á ráðuneytið hvað varðar rýmkun á innflutningstollum sökum mögulegs skorts á innlendum kjúklingi. Um 250 tonn af kjúklingi voru urðuð í sumar vegna salmonellusýkingar sem upp kom í eldishúsum Reykjagarðs og Matfugls. sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira