Unnusta Hannesar: Játning Gunnars gríðarlegt áfall 6. september 2010 06:00 Kafarar frá sérsveit lögreglunnar hafa leitað morðvopnsins í smábátahöfn Hafnafjarðar síðan morðinginn játaði glæpinn. fréttablaðið/arnþór „Ég er búin að vera að bíða eftir niðurstöðum úr þessu máli, hvort sem þetta hafi verið Gunnar eða einhver annar, en þetta eru þær verstu sem gátu verið," segir unnusta Hannesar Þórs Helgasonar sem var myrtur á heimili sínu 15. ágúst. Hún er einnig æskuvinkona Gunnars Rúnars Sigþórssonar, 23 ára gamals karlmanns, sem hefur nú játað á sig morðið. „En auðvitað er ég ánægð að það séu komin málalok." Gunnar játaði verknaðinn við yfirheyrslur á föstudaginn síðasta eftir að hafa setið í einangrun á Litla-Hrauni síðan hann var handtekinn og úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald 28. ágúst. Vopnið sem Gunnar notaði til að bana Hannesi, hnífur með um 15 til 20 sentimetra löngu blaði, er enn ófundið. Kafarar frá sérsveit lögreglunnar hafa leitað hans í smábátahöfninni í Hafnarfirði síðan játning lá fyrir. Fatnaður hefur fundist í höfninni og var hann sendur til rannsóknar. Ekki er gefið hvort hann tengist rannsókninni á einhvern hátt. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn rannsóknardeildar, segir mikinn létti að málið sé upplýst og lögregla telji víst að Gunnar hafi verið einn að verki. Unnusta Hannesar segir játningu Gunnars hafa verið gríðarlegt áfall fyrir sig, einnig í ljósi þess að þeir Hannes höfðu verið ágætis félagar. Hún hafi verið með Hannesi til klukkan hálf þrjú á aðfaranótt, þegar hann keyrði hana niður í miðbæ Reykjavíkur. Þar hafi hún hitt Gunnar Rúnar, ásamt vinkonum sínum og verið með þeim um kvöldið, en Hannes farið heim til sín í Háaberg. Hún hafi vaknað næsta morgun á heimili Gunnars Rúnars, án þess að muna nokkuð hvernig hún komst þangað. „Það kemur ekkert annað til greina en að eitthvað hafi verið sett út í glasið mitt. Gunnar fer með mig heim til sín um morguninn úr miðbænum, án míns samþykkis. Mér var sagt seinna að ég hafði neitað að fara með honum þegar hann vildi draga mig með sér heim, en hann hlustaði ekki á mig," segir hún. „Gunnar var fullur að keyra og var víst hræddur um að vera stoppaður. Hann vildi ekki taka á sig krókaleið heim til Hannesar þannig að hann tók mig heim til sín í staðinn. Hann sagði mér daginn eftir að hann hafði þurft að halda á mér inn." Unnusta Hannesar vaknaði um klukkan ellefu á sunnudagsmorgninum heima hjá Gunnari Rúnari. Hún gekk fram og heilsaði mömmu hans og segir allt hafa litið eðlilega út. Gunnar bauð henni far heim, sem hún þáði. Þegar í Háaberg var komið bauðst Gunnar til þess að fylgja stúlkunni inn til Hannesar, en hún afþakkaði það og sagðist þurfa að greiða sjálf úr sínum málum við Hannes og útskýra fyrir honum hvers vegna hún hefði ekki komið heim til hans um nóttina. Hún fann síðan Hannes á gólfinu þegar inn var komið og hringdi strax í Neyðarlínuna. „Það sást ekki á Gunnari. Ég á ennþá svo erfitt með að trúa því að hann hafi vitað af honum liggjandi á gólfinu og samt hleypt mér inn. Hvers konar mannvonska er það?" segir hún. Gunnari Rúnari er gert að sæta geðrannsókn og er honum enn haldið í einangrun á Litla-Hrauni. sunna@frettabladid.is Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Fleiri fréttir Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Sjá meira
„Ég er búin að vera að bíða eftir niðurstöðum úr þessu máli, hvort sem þetta hafi verið Gunnar eða einhver annar, en þetta eru þær verstu sem gátu verið," segir unnusta Hannesar Þórs Helgasonar sem var myrtur á heimili sínu 15. ágúst. Hún er einnig æskuvinkona Gunnars Rúnars Sigþórssonar, 23 ára gamals karlmanns, sem hefur nú játað á sig morðið. „En auðvitað er ég ánægð að það séu komin málalok." Gunnar játaði verknaðinn við yfirheyrslur á föstudaginn síðasta eftir að hafa setið í einangrun á Litla-Hrauni síðan hann var handtekinn og úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald 28. ágúst. Vopnið sem Gunnar notaði til að bana Hannesi, hnífur með um 15 til 20 sentimetra löngu blaði, er enn ófundið. Kafarar frá sérsveit lögreglunnar hafa leitað hans í smábátahöfninni í Hafnarfirði síðan játning lá fyrir. Fatnaður hefur fundist í höfninni og var hann sendur til rannsóknar. Ekki er gefið hvort hann tengist rannsókninni á einhvern hátt. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn rannsóknardeildar, segir mikinn létti að málið sé upplýst og lögregla telji víst að Gunnar hafi verið einn að verki. Unnusta Hannesar segir játningu Gunnars hafa verið gríðarlegt áfall fyrir sig, einnig í ljósi þess að þeir Hannes höfðu verið ágætis félagar. Hún hafi verið með Hannesi til klukkan hálf þrjú á aðfaranótt, þegar hann keyrði hana niður í miðbæ Reykjavíkur. Þar hafi hún hitt Gunnar Rúnar, ásamt vinkonum sínum og verið með þeim um kvöldið, en Hannes farið heim til sín í Háaberg. Hún hafi vaknað næsta morgun á heimili Gunnars Rúnars, án þess að muna nokkuð hvernig hún komst þangað. „Það kemur ekkert annað til greina en að eitthvað hafi verið sett út í glasið mitt. Gunnar fer með mig heim til sín um morguninn úr miðbænum, án míns samþykkis. Mér var sagt seinna að ég hafði neitað að fara með honum þegar hann vildi draga mig með sér heim, en hann hlustaði ekki á mig," segir hún. „Gunnar var fullur að keyra og var víst hræddur um að vera stoppaður. Hann vildi ekki taka á sig krókaleið heim til Hannesar þannig að hann tók mig heim til sín í staðinn. Hann sagði mér daginn eftir að hann hafði þurft að halda á mér inn." Unnusta Hannesar vaknaði um klukkan ellefu á sunnudagsmorgninum heima hjá Gunnari Rúnari. Hún gekk fram og heilsaði mömmu hans og segir allt hafa litið eðlilega út. Gunnar bauð henni far heim, sem hún þáði. Þegar í Háaberg var komið bauðst Gunnar til þess að fylgja stúlkunni inn til Hannesar, en hún afþakkaði það og sagðist þurfa að greiða sjálf úr sínum málum við Hannes og útskýra fyrir honum hvers vegna hún hefði ekki komið heim til hans um nóttina. Hún fann síðan Hannes á gólfinu þegar inn var komið og hringdi strax í Neyðarlínuna. „Það sást ekki á Gunnari. Ég á ennþá svo erfitt með að trúa því að hann hafi vitað af honum liggjandi á gólfinu og samt hleypt mér inn. Hvers konar mannvonska er það?" segir hún. Gunnari Rúnari er gert að sæta geðrannsókn og er honum enn haldið í einangrun á Litla-Hrauni. sunna@frettabladid.is
Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Fleiri fréttir Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Sjá meira