Engin uppgjöf hjá Alonso og Ferrari 30. ágúst 2010 09:20 Fernando Alonso er ekki búinn að gefa frá sér möguleika á meistaratitlinum í ár. Mynd: Getty Images Fernando Alonso telur enn möguleika á að hann geti orðið heimsmeistari, þó hann hafi fallið úr leik á Spa brautinni í gær eftir að hafa misst bíl sinn útaf í bleytu. Alonso er í fimmta sæti í stigamótinu með 141 stig, en Lewis Hamilton er með 182, Mark Webber 179, Sebastian Vettel 151 og Jenson Button 147. "Það er enn möguleiki. Það eru sömu fimm ökumennirnir sem eiga möguleika og við eigum 50% möguleika, rétt eins og fyrir mótið. Fyrir mótið voru sjö mót, núna eru sex og sá sem gengur bestu í þeim verður meistari", sagði Alonso í frétt á autosport.com. "Í fyrstu sjö mótunum gekk okkur ekki nógu vel og öðrum gekk betur. Jenson, Vettel og mér gekk ekki vel í fyrstu sjö mótunum, þannig að við verðum að standa okkur betur í þeim sex sem eftir eru." "Það náðu aðeins tveir í titilslagnum stigum og kannski verði næsta mót þveröfugt og við verðum í sömu stöðu og áður, þar sem lítill munur var á milli keppenda", sagði Alonso eftir keppnina í gær. Stefano Domenicali, yfirmaður Ferrari benti á að Kimi Raikkönen hefði unnið upp sautján stiga forskot Lewis Hamilton í tveimur lokamótunum árið 2007. "Þettta var ekki góð helgi fyrir okkur og staðan í báðum stigamótum er erfiðari, en það er ekki ómögulegt að ná markmiðum okkar. Fyrir þá sem eru með skammtímaminni, þá vorum við í verri stöðu fyrir þremur árum og við vitum hvernig það fór", sagði Domenicali. Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Fernando Alonso telur enn möguleika á að hann geti orðið heimsmeistari, þó hann hafi fallið úr leik á Spa brautinni í gær eftir að hafa misst bíl sinn útaf í bleytu. Alonso er í fimmta sæti í stigamótinu með 141 stig, en Lewis Hamilton er með 182, Mark Webber 179, Sebastian Vettel 151 og Jenson Button 147. "Það er enn möguleiki. Það eru sömu fimm ökumennirnir sem eiga möguleika og við eigum 50% möguleika, rétt eins og fyrir mótið. Fyrir mótið voru sjö mót, núna eru sex og sá sem gengur bestu í þeim verður meistari", sagði Alonso í frétt á autosport.com. "Í fyrstu sjö mótunum gekk okkur ekki nógu vel og öðrum gekk betur. Jenson, Vettel og mér gekk ekki vel í fyrstu sjö mótunum, þannig að við verðum að standa okkur betur í þeim sex sem eftir eru." "Það náðu aðeins tveir í titilslagnum stigum og kannski verði næsta mót þveröfugt og við verðum í sömu stöðu og áður, þar sem lítill munur var á milli keppenda", sagði Alonso eftir keppnina í gær. Stefano Domenicali, yfirmaður Ferrari benti á að Kimi Raikkönen hefði unnið upp sautján stiga forskot Lewis Hamilton í tveimur lokamótunum árið 2007. "Þettta var ekki góð helgi fyrir okkur og staðan í báðum stigamótum er erfiðari, en það er ekki ómögulegt að ná markmiðum okkar. Fyrir þá sem eru með skammtímaminni, þá vorum við í verri stöðu fyrir þremur árum og við vitum hvernig það fór", sagði Domenicali.
Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira