Sebastian Vettel: Keppi ekki til að slá met Schumachers 19. nóvember 2010 14:47 Sebastian Vettel með sigurlaunin frá Abu Dhabi. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Sebastian Vettel segist ekki vera að keppa í Formúlu 1 til að slá met Michael Schumacher sem hefur tryggt sér sjö meistaratitlina á ferlinum. Vettel skrifaði hugleiðingar sínar í þýska dagblaðið Bild samkvæmt frétt á autosport.com. "Hann (Schumacher) sagði mér að það væri sérstök upplifun að aka fyrir Ferrari eða Mercedes. Bæði liðin eru fortíð, nútíð og alveg örugglega framtíð Formúlu 1", skrifaði Vettel í Bild. "Það eiga allir ökumenn leynda drauma um að keyra Ferrari eða Mercedes. Hvort maður kemst þangað ræðst af mörgum þáttum og allt þarf að smella saman. En það er fjarri. Næst mun ég verja titilinn með Red Bull. Við erum með það sem þarf til árangurs. Rétta fólkið á réttum stað." Vettel ritaði líka um að það væri stressandi að keppa um meistaratitilinn, hvað þá að vinna jafnmarga og Schumacher. "Núna veit ég hvað það er erfitt og stressandi að vinna titilinn. Michael hefur gert þetta sjö sinnum! Ég keyri ekki í Formúlu 1 til að slá met Michaels. Það er ekki hægt að bera saman mitt líf og ferill hans. Hann er goðsögn, ég er rétt að byrja", skrifaði Vettel. Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Sebastian Vettel segist ekki vera að keppa í Formúlu 1 til að slá met Michael Schumacher sem hefur tryggt sér sjö meistaratitlina á ferlinum. Vettel skrifaði hugleiðingar sínar í þýska dagblaðið Bild samkvæmt frétt á autosport.com. "Hann (Schumacher) sagði mér að það væri sérstök upplifun að aka fyrir Ferrari eða Mercedes. Bæði liðin eru fortíð, nútíð og alveg örugglega framtíð Formúlu 1", skrifaði Vettel í Bild. "Það eiga allir ökumenn leynda drauma um að keyra Ferrari eða Mercedes. Hvort maður kemst þangað ræðst af mörgum þáttum og allt þarf að smella saman. En það er fjarri. Næst mun ég verja titilinn með Red Bull. Við erum með það sem þarf til árangurs. Rétta fólkið á réttum stað." Vettel ritaði líka um að það væri stressandi að keppa um meistaratitilinn, hvað þá að vinna jafnmarga og Schumacher. "Núna veit ég hvað það er erfitt og stressandi að vinna titilinn. Michael hefur gert þetta sjö sinnum! Ég keyri ekki í Formúlu 1 til að slá met Michaels. Það er ekki hægt að bera saman mitt líf og ferill hans. Hann er goðsögn, ég er rétt að byrja", skrifaði Vettel.
Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira