Eins og fram kom í viðtali við Fannar Ólafsson, fyrirliða KR, á heimasíðu félagsins þá voru leikmenn KR-liðsins einstaklega duglegir að troða í síðasta leik liðsins. KR-ingar tróðu alls átta sinnum í þessum 96-72 sigri á Blikum en enginn tróð þó oftar en Jón Orri Kristjánsson.
Jón Orri átti þrjár troðslur og þegar betur er að gáð þá hefur þessi stóri og sterki miðherji látið körfurnar finna aðeins fyrir sér á árinu 2010. Jón Orri hefur alls átt níu troðslur í átta leikjum KR-inga á árinu 2010 samkvæmt skráningu í nýja tölfræðikerfið hjá KKÍ.
Jón Orri er þó ekki með hæsta hlutfallið hjá KR-liðinu því hinn 17 ára gamli Kristófer Acox hefur skorað 3 af fyrstu 4 körfum sínum í úrvalsdeild með því að troða boltanum í körfuna.
Leikir, körfur og troðslur Jóns Orra á árinu 2010:
FSu (heima) 5 körfur, 1 troðsla
ÍR (úti) 5 körfur, 3 troðslur
Tindastóll (heima) 3 körfur, engin troðsla
Grindavík (úti) Engin karfa
Njarðvík (heima) 1 karfa, 1 troðsla
Fjölnir (heima) Engin karfa
Hamar (úti) 2 körfur, 1 troðsla
Breiðablik (heima) 5 körfur , 3 troðslur
Samtals: (8 leikir) 21 karfa, 9 troðslur
