McLaren ekkert að svindla í Tyrklandi 8. júní 2010 11:24 Lewis Hamilton og Jenson Button á ferð í mótinu í Tyrklandi. mynd: Getty Images McLaren beitti ekki neinskonar liðsskipunum í tyrkneska kappakstrinum á dögunum til að breyta því hvort Lewis Hamilton eða Jenson Button ynni mótið. Hamilton kom fyrstur í mark á undan Button. Frægt varð í mótinu þegar Mark Webber og Sebastian Vettel klúðruðu því að koma mögulega fyrstir í mark, eftir að þeir lentu í árekstri í 40. hring mótsins. Samkvæmt heimildum autosport.com þá ræddu menn hvað hefði verið í gangi eftir að formula1.com birti myndskeið úr kappakstrinum þar sem Lewis Hamilton er sagt í talkerfinu að hann geti hægt á, án þess að Jenson Button reyni framúrakstur á hann, eftir að Hamilton náði forystu. Slíkt gæti túlkast sem liðsskipun. Liðsskipanir eru bannaðar í Formúlu 1, þar sem hyglað er að öðrum ökumanninum til að breyta stöðu móta. Slíkt er þó haft í huga í lokamótum, þegar meistaratitil er í húfi. Forsvarsmenn McLaren hafa neitað því að skipun um að spara dekk og bensín hafi verið óbein liðsskipun í mótinu. Til marks um stöðu Hamilton þá hafði hann bara bensín í einn hring í viðbót, eftir að hann kom í endamark, svo tæpur var hann. Button fór síðan framúr Hamilton, eftir að Hamilton hafði hægt verulega á í 48. hring í gegnum erfiðan beygjukafla sem reynir mikið á framdekk, en Hamilton sneri á Button á ný með hörku framúrakstri. Hamilton hafði ekið 2,5 sekúndum hægar í þessum hring. Fróðir menn spáðu í hvort hyglað hefði verið að Button með því að segja Hamilton að hann reyndi ekki framúrakstur. Autosport grennslaðist fyrir um hvað hefði verið í gangi og segir að samkvæmt þeirra kokkabókum að engar liðsskipanir hafi verið gefnar um að Button ætti eða ekki að reyna framúrakstur til að breyta því hvor ynni. Menn hafði kannski frekar haft áhyggjur af bensínmagni bílanna á þeirri stundu sem málin voru rædd í talkerfinu. Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
McLaren beitti ekki neinskonar liðsskipunum í tyrkneska kappakstrinum á dögunum til að breyta því hvort Lewis Hamilton eða Jenson Button ynni mótið. Hamilton kom fyrstur í mark á undan Button. Frægt varð í mótinu þegar Mark Webber og Sebastian Vettel klúðruðu því að koma mögulega fyrstir í mark, eftir að þeir lentu í árekstri í 40. hring mótsins. Samkvæmt heimildum autosport.com þá ræddu menn hvað hefði verið í gangi eftir að formula1.com birti myndskeið úr kappakstrinum þar sem Lewis Hamilton er sagt í talkerfinu að hann geti hægt á, án þess að Jenson Button reyni framúrakstur á hann, eftir að Hamilton náði forystu. Slíkt gæti túlkast sem liðsskipun. Liðsskipanir eru bannaðar í Formúlu 1, þar sem hyglað er að öðrum ökumanninum til að breyta stöðu móta. Slíkt er þó haft í huga í lokamótum, þegar meistaratitil er í húfi. Forsvarsmenn McLaren hafa neitað því að skipun um að spara dekk og bensín hafi verið óbein liðsskipun í mótinu. Til marks um stöðu Hamilton þá hafði hann bara bensín í einn hring í viðbót, eftir að hann kom í endamark, svo tæpur var hann. Button fór síðan framúr Hamilton, eftir að Hamilton hafði hægt verulega á í 48. hring í gegnum erfiðan beygjukafla sem reynir mikið á framdekk, en Hamilton sneri á Button á ný með hörku framúrakstri. Hamilton hafði ekið 2,5 sekúndum hægar í þessum hring. Fróðir menn spáðu í hvort hyglað hefði verið að Button með því að segja Hamilton að hann reyndi ekki framúrakstur. Autosport grennslaðist fyrir um hvað hefði verið í gangi og segir að samkvæmt þeirra kokkabókum að engar liðsskipanir hafi verið gefnar um að Button ætti eða ekki að reyna framúrakstur til að breyta því hvor ynni. Menn hafði kannski frekar haft áhyggjur af bensínmagni bílanna á þeirri stundu sem málin voru rædd í talkerfinu.
Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira