Haukar urðu deildarmeistarar í N1-deild karla í kvöld þó svo liðið hefði tapað gegn HK. Önnur úrslit gerðu það að verkum að ekkert annað lið getur náð Haukum.
Spennan heldur áfram að magnast í deildinni en hart er barist á toppi og botni. Valur komst í annað sætið með sigri á Akureyri og Grótta er þrem stigum á undan Stjörnunni og Fram eftir sigur á Stjörnumönnum í kvöld.
Úrslit kvöldsins:
Valur-Akureyri 24-22
Mörk Vals: Ingvar Árnason 5, Elvar Friðriksson 5, Fannar Friðgeirsson 5, Arnór Gunnarsson 3, Jón B. Pétursson 2, Orri Freyr Gíslason 1, Gunnar Ingi Jóhannsson 1, Sigurður Eggertsson 1, Baldvin Þorsteinsson 1.
Mörk Akureyri: Oddur Gretarsson 7, Hreinn Hauksson 3, Árni Þór Sigtryggsson 3, Hörður Fannar Sigþórsson 3, Guðmundur Helgason 2, Geir Guðmundsson 1, Guðlaugur Arnarsson 1, Heimir Örn Árnason 1.
Fram-FH 28-29
Mörk Fram: Andri Berg Haraldsson 6, Stefán Stefánsson 5, Einar Eiðsson 4, Róbert Hostert 3, Daníel Grétarsson 3, Haraldur Þorvarðarson 3, Guðjón Drengsson 2, Hákon Stefánsson 2.
Mörk FH: Bjarni Fritzson 8, Örn Ingi Bjarkason 6, Ásbjörn Friðriksson 5, Hermann Björnsson 4, Benedikt Kristinsson 3, Ólafur Gústafsson 2, Sigurgeir Ægisson 1.
Grótta-Stjarnan 27-26
Mörk Gróttu: Jón Karl Björnsson 13, Anton Rúnarsson 8, Atli Rúnar Steinþórsson 3, Hjalti Þór Pálmason 2, Arnar Theodórsson 1.
Mörk Stjörnunnar: Guðmundur Guðmundsson 8, Tandri Konráðsson 5, Sverrir Eyjólfsson 3, Daníel Einarsson 3, Vilhjálmur Halldórsson 2, Þórólfur Nielsen 2, Kristján Kristjánsson 1, Eyþór Magnússon 1, Jón Arnar Jónsson 1.
HK-Haukar 24-22
Mörk HK: Bjarki Már Elísson 7, Valdimar Þórsson 6, Bjarki Már Gunnarsson 3, Atli Ævar Ingólfsson 3, Sverrir Hermannsson 3, Atli Bachmann 2.
Mörk Hauka: Freyr Brynjarsson 8, Sigurbergur Sveinsson 7, Heimir Óli Heimisson 3, Elías Már Halldórsson 2, Tjörvi Þorgeirsson 1, Björgvin Hólmgeirsson 1.