Ríkið úti að aka Óli Kristján Ármannsson skrifar 7. apríl 2010 06:00 Ekki löngu fyrir áramót samþykkti ríkisstjórnin að skipta landinu í sjö svæði við gerð sóknaráætlana í landshlutum. Eitt þeirra er svokallað Suðvestursvæði, eða stór-höfuðborgarsvæðið. Skiptingin er hluti af svokallaðri Sóknaráætlun 20/20. Til margra ára hefur verið yfirlýst stefna stjórnvalda að stór-höfuðborgarsvæðið skuli verða eitt atvinnusvæði, en endahnúturinn í þeirri þróun átti að vera gerð Suðurstrandarvegar til að tengja Suðurnesin og Suðurlandið. Fullt af fólki hefur tekið alvarlega þessar ráðagerðir ríkisins og eru þeir ófáir sem sækja vinnu á milli byggðarlaga á þessu svæði, hvort heldur það er frá Selfossi og Hveragerði til Reykjavíkur, eða öfugt. „Lagt er til að sóknaráætlun fyrir höfuðborgarsvæðið nái til alls suðvesturhorns landsins, þ.e. hins hefðbundna höfuðborgarsvæðis en jafnframt Reykjaness í vestri, Árborgarsvæðis í austri og Akraness/Borgarfjarðar í norðri. Þetta styðst við þau rök að í raun er svæðið að verulegu leyti eitt atvinnusvæði sem verður að skoða heildstætt," segir í tillögu um svæðaskiptingu sóknaráætlunarinnar. Bent er á að verulegur munur sé á íbúafjölda á hvern ferkílómetra á suðvestursvæðinu og á öðrum landssvæðum. Á suðvestursvæðinu séu 80 til 200 íbúar á hvern ferkílómetra, en annars staðar séu á hvern ferkílómetra 0,5 til 1,26 íbúar. Nú má spyrja hvers það eigi að gjalda það fólk sem tekið hefur alvarlega fyrirætlanir stjórnvalda og jafnvel flutt búferlum með það í huga að sækja vinnu á milli byggðarlaga á þessu svæði. Fólk sem sækir vinnu yfir Hellisheiði þyrfti þá að greiða um 100.000 krónur árlega í veggjöld ofan á allt annað. Slíkar hömlur á uppbyggingu svæðisins sem eitt atvinnusvæði hljóta að teljast stefnubreyting af hálfu stjórnvalda og vaknar spurningin um það hvort þeir sem reitt hafa sig á fyrri fyrirætlanir geti sótt bætur vegna forsendubrests. Þá kemur fram í viðtali blaðsins við Runólf Ólafsson, framkvæmdastjóra Félags íslenskra bifreiðaeigenda, í dag að á þessu ári sé ráð fyrir því gert að 13,5 milljarðar króna fari í viðhald og nýframkvæmdir í vegagerð. Á sama tíma er gert ráð fyrir að tekjur af bensíngjaldinu einu verði á milli 16 og 17 milljarðar. Þó er bundið í lög að olíu- og bensíngjald skuli að fullu renna til vegagerðar, utan hálfs prósents sem ríkið fær til að standa undir umsýslu. Heldur þykir manni hart að uppi skuli ráðagerðir um sérstaka vegatolla á sama tíma og segja mætti að ríkið standi í skuld með lögbundin framlög. Þá er vert að hafa í huga það sem Runólfur bendir á að skatttekjur ríkisins af bílum hafi verið meiri heldur en kostnaður vegna þeirra. „Við teljum að miðað við núverandi aðstæður sé það brot á jafnræðisreglu og ekkert annað en viðleitni til þess að auka skatta að koma með svona viðbótargjaldheimtu eins og þessar hugmyndir ganga út á," segir hann. Hafi yfirstandandi efnahagshörmungar eitthvað kennt okkur þá ætti það að vera að ekki borgar sig að teygja sig um of í fjárfestingum. Hafi þjóðin ekki efni á vegaframkvæmdum án stóraukinnar skattheimtu, þá væri kannski ráð að bíða með þær. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Ekki löngu fyrir áramót samþykkti ríkisstjórnin að skipta landinu í sjö svæði við gerð sóknaráætlana í landshlutum. Eitt þeirra er svokallað Suðvestursvæði, eða stór-höfuðborgarsvæðið. Skiptingin er hluti af svokallaðri Sóknaráætlun 20/20. Til margra ára hefur verið yfirlýst stefna stjórnvalda að stór-höfuðborgarsvæðið skuli verða eitt atvinnusvæði, en endahnúturinn í þeirri þróun átti að vera gerð Suðurstrandarvegar til að tengja Suðurnesin og Suðurlandið. Fullt af fólki hefur tekið alvarlega þessar ráðagerðir ríkisins og eru þeir ófáir sem sækja vinnu á milli byggðarlaga á þessu svæði, hvort heldur það er frá Selfossi og Hveragerði til Reykjavíkur, eða öfugt. „Lagt er til að sóknaráætlun fyrir höfuðborgarsvæðið nái til alls suðvesturhorns landsins, þ.e. hins hefðbundna höfuðborgarsvæðis en jafnframt Reykjaness í vestri, Árborgarsvæðis í austri og Akraness/Borgarfjarðar í norðri. Þetta styðst við þau rök að í raun er svæðið að verulegu leyti eitt atvinnusvæði sem verður að skoða heildstætt," segir í tillögu um svæðaskiptingu sóknaráætlunarinnar. Bent er á að verulegur munur sé á íbúafjölda á hvern ferkílómetra á suðvestursvæðinu og á öðrum landssvæðum. Á suðvestursvæðinu séu 80 til 200 íbúar á hvern ferkílómetra, en annars staðar séu á hvern ferkílómetra 0,5 til 1,26 íbúar. Nú má spyrja hvers það eigi að gjalda það fólk sem tekið hefur alvarlega fyrirætlanir stjórnvalda og jafnvel flutt búferlum með það í huga að sækja vinnu á milli byggðarlaga á þessu svæði. Fólk sem sækir vinnu yfir Hellisheiði þyrfti þá að greiða um 100.000 krónur árlega í veggjöld ofan á allt annað. Slíkar hömlur á uppbyggingu svæðisins sem eitt atvinnusvæði hljóta að teljast stefnubreyting af hálfu stjórnvalda og vaknar spurningin um það hvort þeir sem reitt hafa sig á fyrri fyrirætlanir geti sótt bætur vegna forsendubrests. Þá kemur fram í viðtali blaðsins við Runólf Ólafsson, framkvæmdastjóra Félags íslenskra bifreiðaeigenda, í dag að á þessu ári sé ráð fyrir því gert að 13,5 milljarðar króna fari í viðhald og nýframkvæmdir í vegagerð. Á sama tíma er gert ráð fyrir að tekjur af bensíngjaldinu einu verði á milli 16 og 17 milljarðar. Þó er bundið í lög að olíu- og bensíngjald skuli að fullu renna til vegagerðar, utan hálfs prósents sem ríkið fær til að standa undir umsýslu. Heldur þykir manni hart að uppi skuli ráðagerðir um sérstaka vegatolla á sama tíma og segja mætti að ríkið standi í skuld með lögbundin framlög. Þá er vert að hafa í huga það sem Runólfur bendir á að skatttekjur ríkisins af bílum hafi verið meiri heldur en kostnaður vegna þeirra. „Við teljum að miðað við núverandi aðstæður sé það brot á jafnræðisreglu og ekkert annað en viðleitni til þess að auka skatta að koma með svona viðbótargjaldheimtu eins og þessar hugmyndir ganga út á," segir hann. Hafi yfirstandandi efnahagshörmungar eitthvað kennt okkur þá ætti það að vera að ekki borgar sig að teygja sig um of í fjárfestingum. Hafi þjóðin ekki efni á vegaframkvæmdum án stóraukinnar skattheimtu, þá væri kannski ráð að bíða með þær.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun