Mannréttindi í stað útrásar Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 30. júní 2010 07:30 Ég upplifi það þannig að útrásarvíkingarnir hafi troðið svo miklum skít yfir landið að efnahagskerfið hrundi. Upp úr því reis þjóðfélag mannréttinda í stað peningadýrkunar." Þetta sagði glöð og reif kona við mig á sunnudagskvöldið. Hún var kát vegna þess að hún hafði lifað sögulegan viðburð, sem og reyndar við öll. Hún varð, fyrr um daginn, jöfn á við þær konur sem frekar vilja sofa hjá karlmönnum. Sjálf er hún lesbísk. Fyrir þá sem ekki sjálfir hafa reynt fordóma samfélagsins verða þeir ekki annað en viðfangsefni. Það er hægt að hafa á þeim skoðun, taka þá nærri sér og fyrirlíta þá, en það er allt, allt annað en að upplifa þá á eigin skinni. þetta fór í gegnum huga mér þegar ég sat í Fríkirkjunni á sunnudaginn og fylgdist með regnbogamessu í kjölfar nýrra laga um að samkynhneigðir mættu ganga í hjónaband. Sjálfur hef ég engan skilning á því hvers vegna fólk vill tilheyra kirkjunni, en ég hef jafn mikla sannfæringu fyrir því að þeir sem það vilja eigi að fá að gera það. Og þar sem ég sat og reyndi að leiða guðsorðið, sem blessunarlega var lítið af, hjá mér, sló það mig að ég varð vitni að sögulegum viðburði í mannréttindabaráttu. Það er fráleitt að það hafi ekki gerst fyrr en árið 2010 að kirkjunnar menn væru skikkaðir til að láta af fordómum sínum. Vissulega hafa margir þeirra barist fyrir þessum réttindum, en meirihlutinn staðið gegn þeim. Að stofnun, sem styrkt er af ríkinu og nýtur sérréttinda umfram aðrar af sama toga, skuli líðast að sýna mismunun er fráleitt. Raunar skil ég ekki hví prestar geta neitað að gefa samkynhneigða saman. Gætu þeir neitað einhverjum öðrum samfélagshópi um slíkt hið sama? Lituðum? Fötluðum? Smámæltum? Auðvitað ekki, en virðingin fyrir trúarsannfæringu prestanna er enn ofar virðingunni fyrir mannrétttindum allra. Kannski er ekki rétt að einblína á hið neikvæða á slíkri gleðistundu. Það var erfitt að hrífast ekki með þeim anda sem ríkti á hátíðinni á sunnudag. Barátta samkynhneigðra fyrir því sem er svo eðlilegt hefur borið árangur. Baráttunni má hins vegar aldrei gleyma. Mörgum kann að þykja þetta svo sjálfsagt að varla taki því að fagna. Þeir ættu hins vegar að hugsa til sögu annarrar konu sem sagði mér síðar um kvöldið að ekki væru nema tuttugu ár síðan hún missti vinnuna vegna þess hver hún er. til hamingju við öll. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innlent Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun
Ég upplifi það þannig að útrásarvíkingarnir hafi troðið svo miklum skít yfir landið að efnahagskerfið hrundi. Upp úr því reis þjóðfélag mannréttinda í stað peningadýrkunar." Þetta sagði glöð og reif kona við mig á sunnudagskvöldið. Hún var kát vegna þess að hún hafði lifað sögulegan viðburð, sem og reyndar við öll. Hún varð, fyrr um daginn, jöfn á við þær konur sem frekar vilja sofa hjá karlmönnum. Sjálf er hún lesbísk. Fyrir þá sem ekki sjálfir hafa reynt fordóma samfélagsins verða þeir ekki annað en viðfangsefni. Það er hægt að hafa á þeim skoðun, taka þá nærri sér og fyrirlíta þá, en það er allt, allt annað en að upplifa þá á eigin skinni. þetta fór í gegnum huga mér þegar ég sat í Fríkirkjunni á sunnudaginn og fylgdist með regnbogamessu í kjölfar nýrra laga um að samkynhneigðir mættu ganga í hjónaband. Sjálfur hef ég engan skilning á því hvers vegna fólk vill tilheyra kirkjunni, en ég hef jafn mikla sannfæringu fyrir því að þeir sem það vilja eigi að fá að gera það. Og þar sem ég sat og reyndi að leiða guðsorðið, sem blessunarlega var lítið af, hjá mér, sló það mig að ég varð vitni að sögulegum viðburði í mannréttindabaráttu. Það er fráleitt að það hafi ekki gerst fyrr en árið 2010 að kirkjunnar menn væru skikkaðir til að láta af fordómum sínum. Vissulega hafa margir þeirra barist fyrir þessum réttindum, en meirihlutinn staðið gegn þeim. Að stofnun, sem styrkt er af ríkinu og nýtur sérréttinda umfram aðrar af sama toga, skuli líðast að sýna mismunun er fráleitt. Raunar skil ég ekki hví prestar geta neitað að gefa samkynhneigða saman. Gætu þeir neitað einhverjum öðrum samfélagshópi um slíkt hið sama? Lituðum? Fötluðum? Smámæltum? Auðvitað ekki, en virðingin fyrir trúarsannfæringu prestanna er enn ofar virðingunni fyrir mannrétttindum allra. Kannski er ekki rétt að einblína á hið neikvæða á slíkri gleðistundu. Það var erfitt að hrífast ekki með þeim anda sem ríkti á hátíðinni á sunnudag. Barátta samkynhneigðra fyrir því sem er svo eðlilegt hefur borið árangur. Baráttunni má hins vegar aldrei gleyma. Mörgum kann að þykja þetta svo sjálfsagt að varla taki því að fagna. Þeir ættu hins vegar að hugsa til sögu annarrar konu sem sagði mér síðar um kvöldið að ekki væru nema tuttugu ár síðan hún missti vinnuna vegna þess hver hún er. til hamingju við öll.