Hamilton vill brúa bilið í þá fljótustu 30. apríl 2010 13:49 Lewis Hamilton vonast kannski eftir rigningu, þar sem hann segir að í þurru hafi keppinautar hans verið á fljótari bílum til þessa. Mynd: Getty Images Formúlu 1 ökumenn fengu kærkomna hvíld í vikunni eftir nokkuð annasamar vikur frá upphafi tímabilsins í mars. Þeir keppa í næstu viku í Barcelona á Spáni og Lewis Hamilton býst við framförum hjá McLaren liðinu. "Við verðum með nokkuð stórar endurbætur á bílnum. Það var hinsvegar barnalegt að halda að þær geri okkur að hástökkvurum, því nánast öll lið munu mæta með endurbættar yfirbyggingar til Barcelona. Ég er bjartsýnn á að þær brúi bilið í bílanna fyrir framan", sagði Hamilton í liðsfréttum McLaren á vefsíðu autosport.com. "Við höfum sannað að við erum mjög góðir í að þróa bílanna á keppnistímabilinu og ég vona því að við verðum í góðum málum í Barcelona", sagði Hamilton, en í fyrra byrjaði McLaren með heldur slakan bíl, en óx ásmeginn. Jenson Button hjá McLaren hefur nú forystu í stigakeppni ökumanna á undan Nico Rosberg, Fernando Alonso og Hamilton kemur þar á eftir. Hamilton er 11 stigum á eftir Button, en vegna nýrrar stigagjafar þá er það mjög lítill munur og fjöldi ökumanna á raunhæfa möguleika á titilslag þegar mótin í Evrópu byrja um aðra helgi með mótinu á Spáni. "Ef það verður þurrt, þá verður erfiðara fyrir okkur að vera meðal þeirra fremstu. Við munum leggja alla áherslu á tímatökuna, þar sem það er alltaf erfitt að komast framúr á brautinni. Ég geri ráð fyrir að keppendur taki aðeins eitt þjónustuhlé og því er enn mikilvægara en ella að ná góðum stað á ráslínu", sagði Hamilton. Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Formúlu 1 ökumenn fengu kærkomna hvíld í vikunni eftir nokkuð annasamar vikur frá upphafi tímabilsins í mars. Þeir keppa í næstu viku í Barcelona á Spáni og Lewis Hamilton býst við framförum hjá McLaren liðinu. "Við verðum með nokkuð stórar endurbætur á bílnum. Það var hinsvegar barnalegt að halda að þær geri okkur að hástökkvurum, því nánast öll lið munu mæta með endurbættar yfirbyggingar til Barcelona. Ég er bjartsýnn á að þær brúi bilið í bílanna fyrir framan", sagði Hamilton í liðsfréttum McLaren á vefsíðu autosport.com. "Við höfum sannað að við erum mjög góðir í að þróa bílanna á keppnistímabilinu og ég vona því að við verðum í góðum málum í Barcelona", sagði Hamilton, en í fyrra byrjaði McLaren með heldur slakan bíl, en óx ásmeginn. Jenson Button hjá McLaren hefur nú forystu í stigakeppni ökumanna á undan Nico Rosberg, Fernando Alonso og Hamilton kemur þar á eftir. Hamilton er 11 stigum á eftir Button, en vegna nýrrar stigagjafar þá er það mjög lítill munur og fjöldi ökumanna á raunhæfa möguleika á titilslag þegar mótin í Evrópu byrja um aðra helgi með mótinu á Spáni. "Ef það verður þurrt, þá verður erfiðara fyrir okkur að vera meðal þeirra fremstu. Við munum leggja alla áherslu á tímatökuna, þar sem það er alltaf erfitt að komast framúr á brautinni. Ég geri ráð fyrir að keppendur taki aðeins eitt þjónustuhlé og því er enn mikilvægara en ella að ná góðum stað á ráslínu", sagði Hamilton.
Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira