Hamilton vill brúa bilið í þá fljótustu 30. apríl 2010 13:49 Lewis Hamilton vonast kannski eftir rigningu, þar sem hann segir að í þurru hafi keppinautar hans verið á fljótari bílum til þessa. Mynd: Getty Images Formúlu 1 ökumenn fengu kærkomna hvíld í vikunni eftir nokkuð annasamar vikur frá upphafi tímabilsins í mars. Þeir keppa í næstu viku í Barcelona á Spáni og Lewis Hamilton býst við framförum hjá McLaren liðinu. "Við verðum með nokkuð stórar endurbætur á bílnum. Það var hinsvegar barnalegt að halda að þær geri okkur að hástökkvurum, því nánast öll lið munu mæta með endurbættar yfirbyggingar til Barcelona. Ég er bjartsýnn á að þær brúi bilið í bílanna fyrir framan", sagði Hamilton í liðsfréttum McLaren á vefsíðu autosport.com. "Við höfum sannað að við erum mjög góðir í að þróa bílanna á keppnistímabilinu og ég vona því að við verðum í góðum málum í Barcelona", sagði Hamilton, en í fyrra byrjaði McLaren með heldur slakan bíl, en óx ásmeginn. Jenson Button hjá McLaren hefur nú forystu í stigakeppni ökumanna á undan Nico Rosberg, Fernando Alonso og Hamilton kemur þar á eftir. Hamilton er 11 stigum á eftir Button, en vegna nýrrar stigagjafar þá er það mjög lítill munur og fjöldi ökumanna á raunhæfa möguleika á titilslag þegar mótin í Evrópu byrja um aðra helgi með mótinu á Spáni. "Ef það verður þurrt, þá verður erfiðara fyrir okkur að vera meðal þeirra fremstu. Við munum leggja alla áherslu á tímatökuna, þar sem það er alltaf erfitt að komast framúr á brautinni. Ég geri ráð fyrir að keppendur taki aðeins eitt þjónustuhlé og því er enn mikilvægara en ella að ná góðum stað á ráslínu", sagði Hamilton. Mest lesið Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Andre Onana skilinn eftir heima Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira
Formúlu 1 ökumenn fengu kærkomna hvíld í vikunni eftir nokkuð annasamar vikur frá upphafi tímabilsins í mars. Þeir keppa í næstu viku í Barcelona á Spáni og Lewis Hamilton býst við framförum hjá McLaren liðinu. "Við verðum með nokkuð stórar endurbætur á bílnum. Það var hinsvegar barnalegt að halda að þær geri okkur að hástökkvurum, því nánast öll lið munu mæta með endurbættar yfirbyggingar til Barcelona. Ég er bjartsýnn á að þær brúi bilið í bílanna fyrir framan", sagði Hamilton í liðsfréttum McLaren á vefsíðu autosport.com. "Við höfum sannað að við erum mjög góðir í að þróa bílanna á keppnistímabilinu og ég vona því að við verðum í góðum málum í Barcelona", sagði Hamilton, en í fyrra byrjaði McLaren með heldur slakan bíl, en óx ásmeginn. Jenson Button hjá McLaren hefur nú forystu í stigakeppni ökumanna á undan Nico Rosberg, Fernando Alonso og Hamilton kemur þar á eftir. Hamilton er 11 stigum á eftir Button, en vegna nýrrar stigagjafar þá er það mjög lítill munur og fjöldi ökumanna á raunhæfa möguleika á titilslag þegar mótin í Evrópu byrja um aðra helgi með mótinu á Spáni. "Ef það verður þurrt, þá verður erfiðara fyrir okkur að vera meðal þeirra fremstu. Við munum leggja alla áherslu á tímatökuna, þar sem það er alltaf erfitt að komast framúr á brautinni. Ég geri ráð fyrir að keppendur taki aðeins eitt þjónustuhlé og því er enn mikilvægara en ella að ná góðum stað á ráslínu", sagði Hamilton.
Mest lesið Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Andre Onana skilinn eftir heima Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira