Ráðherrar fái leyfi frá þingstörfum Valgerður Bjarnadóttir skrifar 7. september 2010 06:00 Fyrr í sumar samþykkti flokksstjórn Samfylkingarinnar tillögu þess efnis að ráðherrar Samfylkingarinnar vikju af þingi og kölluðu inn fyrir sig varamenn. Svolítil umræða varð um þetta – í Fréttablaðinu að minnsta kosti – og minnist ég leiðara Ólafs Stephensen og greinar Þorsteins Pálssonar. Báðir gátu þeir þess að Siv Friðleifsdóttir hefur ítrekað flutt á Alþingi tillögu til breytingar á stjórnarskránni um slíkan aðskilnað framkvæmdavalds og löggjafarvalds. Báðir sögðu þeir líka réttilega að lög heimila ráðherrum ekki að segja tímabundið af sér þingmennsku. Sú sem þetta skrifar var satt að segja svolítið fúl yfir því að hvorugur þeirra gat frumvarps sem lagt var fram á Alþingi sl. vor og hún er fyrsti flutningsmaður að, en við vorum 19 sem fluttum frumvarpið. – Þó er ekki við neinn að sakast í þeim efnum, nema hana sjálfa því ljóst er að hún hefur ekki haldið málinu nógsamlega á lofti. Með frumvarpinu er lagt til að þingmaður sem tekur við ráðherraembætti geti látið af þingstörfum þegar leiðin liggur í stjórnarráðið og horfið aftur til þingstarfa á kjörtímabilinu ef breytingar verða á ríkisstjórninni eða öðrum hans högum. Vafasamt er að hægt sé að banna þingmanni að gegna ráðherrastörfum nema að það sé gert í stjórnarskrá. Þess vegna er lagt til að ráðherrafólk ráði þessu sjálft og geti ef þau svo kjósa tekið sér leyfi frá þingstörfum. Kannski má kalla þetta biðleik þangað til ákvæðið verður vonandi fest í stjórnarskrá. – Verði ákvæðið ekki fest í stjórnarskrá stæði þetta þó ennþá þeim til boða sem telja að þetta sé hið eðlilega fyrirkomulag. Það er aldeilis ekki ný hugmynd að betri aðskilnaður milli framkvæmdavalds og löggjafarvalds sé af hinu góða. Fylgi mitt við hugmyndina hefur styrkst á því rúma ári sem ég hef setið í þingflokki þar sem fimmtungur þingmannanna eru ráðherrar. Vald ráherranna er mikið í þingflokknum og get ég rétt ímyndað mér áhrif framkvæmdarvaldshafanna þar sem hlutfall þeirra er hærra í þingflokki. Þetta er ekki vegna þess að ráðherrarnir séu bullur sem vaða yfir samflokksmenn. Það er ekki nema eðlilegt að ráðherrar leggi mikla áherslu á að ná fram sem mestu í þeim málflokki sem þeir eru ábyrgir fyrir. Þess vegna er einmitt nauðsynlegt að hafa meiri fjarlægð milli framkvæmdavaldsins og löggjafarvaldsins. Um árabil hefur verið gagnrýnt að Alþingi sé ekki annað en afgreiðslustofnun fyrir ríkisstjórnina. Nokkuð er til í því. Þessu á auðvitað að vera öfugt farið. Framkvæmdarvaldið á að starfa innan þess ramma sem löggjafinn ákveður. Auðvitað finna íhaldsmenn allra flokka einhverja ástæðu til að samþykkja tillöguna ekki. Sumir eru einfaldlega á móti slíkri breytingu, það er gott og blessað. Sumir segja að styrkur stjórnarflokka muni aukast. Það er ekki rétt. Styrkur stjórnar og stjórnarandstöðu á þingi ræðst af atkvæðum. Atkvæði stjórnarflokka verða jafn mörg eftir sem áður. Sumir segja að þetta sé ekki rétti tíminn til að gera breytingar af þessu tagi. – Það segja íhaldsmenn alltaf. Hallærislegast er samt þegar sagt er að breyta þurfi sætaskipan í þingsalnum eða að þingsalurinn sé of lítill. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrr í sumar samþykkti flokksstjórn Samfylkingarinnar tillögu þess efnis að ráðherrar Samfylkingarinnar vikju af þingi og kölluðu inn fyrir sig varamenn. Svolítil umræða varð um þetta – í Fréttablaðinu að minnsta kosti – og minnist ég leiðara Ólafs Stephensen og greinar Þorsteins Pálssonar. Báðir gátu þeir þess að Siv Friðleifsdóttir hefur ítrekað flutt á Alþingi tillögu til breytingar á stjórnarskránni um slíkan aðskilnað framkvæmdavalds og löggjafarvalds. Báðir sögðu þeir líka réttilega að lög heimila ráðherrum ekki að segja tímabundið af sér þingmennsku. Sú sem þetta skrifar var satt að segja svolítið fúl yfir því að hvorugur þeirra gat frumvarps sem lagt var fram á Alþingi sl. vor og hún er fyrsti flutningsmaður að, en við vorum 19 sem fluttum frumvarpið. – Þó er ekki við neinn að sakast í þeim efnum, nema hana sjálfa því ljóst er að hún hefur ekki haldið málinu nógsamlega á lofti. Með frumvarpinu er lagt til að þingmaður sem tekur við ráðherraembætti geti látið af þingstörfum þegar leiðin liggur í stjórnarráðið og horfið aftur til þingstarfa á kjörtímabilinu ef breytingar verða á ríkisstjórninni eða öðrum hans högum. Vafasamt er að hægt sé að banna þingmanni að gegna ráðherrastörfum nema að það sé gert í stjórnarskrá. Þess vegna er lagt til að ráðherrafólk ráði þessu sjálft og geti ef þau svo kjósa tekið sér leyfi frá þingstörfum. Kannski má kalla þetta biðleik þangað til ákvæðið verður vonandi fest í stjórnarskrá. – Verði ákvæðið ekki fest í stjórnarskrá stæði þetta þó ennþá þeim til boða sem telja að þetta sé hið eðlilega fyrirkomulag. Það er aldeilis ekki ný hugmynd að betri aðskilnaður milli framkvæmdavalds og löggjafarvalds sé af hinu góða. Fylgi mitt við hugmyndina hefur styrkst á því rúma ári sem ég hef setið í þingflokki þar sem fimmtungur þingmannanna eru ráðherrar. Vald ráherranna er mikið í þingflokknum og get ég rétt ímyndað mér áhrif framkvæmdarvaldshafanna þar sem hlutfall þeirra er hærra í þingflokki. Þetta er ekki vegna þess að ráðherrarnir séu bullur sem vaða yfir samflokksmenn. Það er ekki nema eðlilegt að ráðherrar leggi mikla áherslu á að ná fram sem mestu í þeim málflokki sem þeir eru ábyrgir fyrir. Þess vegna er einmitt nauðsynlegt að hafa meiri fjarlægð milli framkvæmdavaldsins og löggjafarvaldsins. Um árabil hefur verið gagnrýnt að Alþingi sé ekki annað en afgreiðslustofnun fyrir ríkisstjórnina. Nokkuð er til í því. Þessu á auðvitað að vera öfugt farið. Framkvæmdarvaldið á að starfa innan þess ramma sem löggjafinn ákveður. Auðvitað finna íhaldsmenn allra flokka einhverja ástæðu til að samþykkja tillöguna ekki. Sumir eru einfaldlega á móti slíkri breytingu, það er gott og blessað. Sumir segja að styrkur stjórnarflokka muni aukast. Það er ekki rétt. Styrkur stjórnar og stjórnarandstöðu á þingi ræðst af atkvæðum. Atkvæði stjórnarflokka verða jafn mörg eftir sem áður. Sumir segja að þetta sé ekki rétti tíminn til að gera breytingar af þessu tagi. – Það segja íhaldsmenn alltaf. Hallærislegast er samt þegar sagt er að breyta þurfi sætaskipan í þingsalnum eða að þingsalurinn sé of lítill.
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar