Jesper „Kasi" Nielsen hefur undanfarin ár látið til sín taka í heimi handboltans í Danmörku og Þýskalandi og stefnir nú að vinna sömu sigra í knattspyrnunni.
Nielsen er nú aðaleigandi bæði AG Kaupmannahafnar og Rhein-Neckar Löwen en stefnan er að bæði þessi lið verði meðal sterkustu liða Evrópu á næstu árum.
Í gær var Guðmundur Guðmundsson ráðinn sem þjálfari Rhein-Neckar Löwen en hann var fyrr á árinu ráðinn sem íþróttastjóri beggja liða.
Samkvæmt dönskum fjölmiðlum hefur Nielsen nú hug á að byggja upp danskt knattspyrnustórveldi sem muni skáka FC Kaupmannahöfn.
Nielsen er mikill stuðningsmaður Bröndby og var fyrirtæki hans á sínum tíma aðalstyrktaraðili félagsins. En hann ætlar nú að byggja upp stórveldi frá grunni, líkt og hann gerði með AG Kaupmannahöfn.
„Við þurfum lið sem getur blandað sér í toppbaráttuna í 1. deildinni og treyst á að það eigi möguleika á að koma sér upp," segir Sören Colding, framkvæmdarstjóri AG, í samtali við danska fjölmiðla.
„Við erum komnir nokkuð langt á leið í ferlinu. Við höfum fengið grænt ljós frá stjórninni í AG til að halda áfram."
„Þegar við förum af stað með svona verkefni er það ljóst að við setjum okkur háleit markmið. Við leggjum líka mikið á okkur til að ná þeim. Í heimi knattspyrnunnar heitir það að komast í Evrópukeppnina og Meistaradeild Evrópu," sagði Colding.
Kasi-Jesper ætlar líka í fótboltann
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið
Enski boltinn

Gera grín að Jürgen Klopp
Fótbolti


Víkingar skipta um gír
Íslenski boltinn






„Getum gengið stoltar frá borði“
Handbolti