Jóse Mourinho, þjálfari Real Madrid, hefur fundið sér aðstoðarmann en Real Madrid tilkynnti nú í morgun að Aitor Karanka verði aðstoðarmaður Mourinho.
Hinn 36 ára gamli Aitor Karanka þekkir vel til hjá félaginu en hann spilaði með Real Madrid á árunum 1997-2002 og sigraði Meistaradeildina þrisvar sinnum og spænsku deildina einu sinni. Hann skrifar undir til fjögurra ára.
Mourinho er sagður hafa viljað fá mann sem þekkir til hjá félaginu og einhvern sem væri líkur Guiseppe Baresi aðstoðarmanni sínum hjá Inter þegar að hann þjálfaði þar.
Karanka hefur þjálfað unglingalandslið spánverja, bæði 16 ára lið Spánar og U-17 ára liðið.
Mourinho búinn að finna sér aðstoðarmann
Rafnar Orri Gunnarsson skrifar

Mest lesið



Ronaldo segir þessum kafla lokið
Fótbolti




Niðurbrotinn Klopp í sjokki
Enski boltinn



Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button
Íslenski boltinn