Flugbannsvæði stækkað vegna sprengingar Þorbjörn Þórðarson skrifar 22. mars 2010 12:00 Í gærkvöldi var um að ræða þríhyrnt svæði á myndinni. Þetta svæði stækkaði vegna gossprengingarinnar í morgun. Mynd/Flugstoðir Sprengingin í gosstróknum í eldgosinu á Fimmvörðuhálsi í morgun varð til þess að svæði þar sem flugumferð var bönnuð var stækkað þónokkuð. Gosóróinn jókst verulega upp úr klukkan sjö í morgun í eldstöðinni á Fimmvörðuhálsi og varð mikil sprenging í gosstróknum sem fór upp í allt að fjögurra kílómetra hæð. Enn er flogið innanlands og þá hefur millilandaflug Iceland Express haldið áfram þrátt fyrir verkfall flugvirkja. Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Flugstoða, segir að sprenging í gosstróknum hafi gert það að verkum að stækka þurfti svæði þar sem flugumferð er bönnuð á. „Það sem að gerist um leið og þessi strókur feri upp í loftið að veðurfræðingar og aðrir fara af stað og meta hvaða áhrif þetta getur haft miðað við hvernig áttirnar eru. Við höfum stækkað svæðið sem hefur verið lokað fyrir flugumferð, en þetta er ekki það stórt að það þurfi að hafa áhyggjur af því eins og staðan er núna," segir Hjördís Guðmundsdóttir. Hjördís segir að flugumferð sé ekki stýrt inn á það svæði sem umferð er bönnuð á. Í gær stuttu etir að gos hófst var þetta svæði 120 sjómílur en er miklu minna núna. Veðurfræðingar og aðrir sérfræðingar meta hvert gosmökkurinn komi til með að færast. Eldgosið hefur haft mikil áhrif á flugsamgöngur til og frá landinu og raskað ferðaáætlunum þúsunda flugfarþega. Það eru ekki bara ferðamenn sem hafa þurft að breyta sínum áætlunum því 200 hermenn Bandaríkjahers, sem átttu að fljúga til Suðaustur-Asíu í gær og eru hluti af mannafla Bandaríkjamanna í Írak, þurftu að breyta ferðaáætlunum sínum vegna gossins að því er fram kemur í bandarískum fjölmiðlum. Um varúðarráðstöfun var að ræða. Í morgun lá ekki fyrir hvort hermennirnir hefðu komist í flugið en þeir sátu fastir í Egg Harbour í New Jersey í gær. Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Fleiri fréttir Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Sjá meira
Sprengingin í gosstróknum í eldgosinu á Fimmvörðuhálsi í morgun varð til þess að svæði þar sem flugumferð var bönnuð var stækkað þónokkuð. Gosóróinn jókst verulega upp úr klukkan sjö í morgun í eldstöðinni á Fimmvörðuhálsi og varð mikil sprenging í gosstróknum sem fór upp í allt að fjögurra kílómetra hæð. Enn er flogið innanlands og þá hefur millilandaflug Iceland Express haldið áfram þrátt fyrir verkfall flugvirkja. Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Flugstoða, segir að sprenging í gosstróknum hafi gert það að verkum að stækka þurfti svæði þar sem flugumferð er bönnuð á. „Það sem að gerist um leið og þessi strókur feri upp í loftið að veðurfræðingar og aðrir fara af stað og meta hvaða áhrif þetta getur haft miðað við hvernig áttirnar eru. Við höfum stækkað svæðið sem hefur verið lokað fyrir flugumferð, en þetta er ekki það stórt að það þurfi að hafa áhyggjur af því eins og staðan er núna," segir Hjördís Guðmundsdóttir. Hjördís segir að flugumferð sé ekki stýrt inn á það svæði sem umferð er bönnuð á. Í gær stuttu etir að gos hófst var þetta svæði 120 sjómílur en er miklu minna núna. Veðurfræðingar og aðrir sérfræðingar meta hvert gosmökkurinn komi til með að færast. Eldgosið hefur haft mikil áhrif á flugsamgöngur til og frá landinu og raskað ferðaáætlunum þúsunda flugfarþega. Það eru ekki bara ferðamenn sem hafa þurft að breyta sínum áætlunum því 200 hermenn Bandaríkjahers, sem átttu að fljúga til Suðaustur-Asíu í gær og eru hluti af mannafla Bandaríkjamanna í Írak, þurftu að breyta ferðaáætlunum sínum vegna gossins að því er fram kemur í bandarískum fjölmiðlum. Um varúðarráðstöfun var að ræða. Í morgun lá ekki fyrir hvort hermennirnir hefðu komist í flugið en þeir sátu fastir í Egg Harbour í New Jersey í gær.
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Fleiri fréttir Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Sjá meira