Fótbolti

Raul skoraði illa meiddur á ökkla - verður ekki meira með á tímabilinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Raul Gonzalez fagnar marki sínu með Cristiano Ronaldo.
Raul Gonzalez fagnar marki sínu með Cristiano Ronaldo. Mynd/AFP
Raul Gonzalez, fyrirliði Real Madrid, gæti verið búinn að spila sinn síðasta leik fyrir félagið, eftir að hann meiddist á ökkla í sigurleiknum á móti Real Zaragoza um helgina. Raul verður frá í fjórar vikur en hann hefur gefið það í skyn að 16 ára ferli hans á Santiago Bernabeu sé að ljúka.

„Raul verður frá í það minnsta fjórar vikur og verður því ekkert með á tímabilinu. Þessar fréttir eru áfall fyrir andann í liðinu en þar eru sem betur fer nóg af baráttumönnum," sagði Carlos Diez, læknir Real Madrid.

Raul kom til baka eftir hnémeiðsli í leiknum á móti Real Zaragoza og kom inn á sem varamaður. Hann lenti í slæmu samstuði við Edmilson en tókst samt að skora fyrsta mark leiksins skömmu síðar. Raul fór skipt útaf strax eftir markið.

Raul Gonzalez hefur spilað með aðalliði Real Madrid síðan tímabilið 1994-95. Raul hefur alls skorað 228 mörk í 550 deildarleikjum fyirr Real eða sex mörkum minna en Hugo Sanchez sem er markahæsti leikmaður félagsins í spænsku úrvalsdeildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×