Button: Sá sem klikkar minnst verður meistari 16. september 2010 16:04 Jenson Button hjá McLaren er núverandi meistari. Mynd: Getty Images Heimsmeistarinn Jenson Button hjá McLaren segir að þolgæði verði lykillinn að því að ná meistaratitlinum í Formúlu 1 í ár, en fjórir ökumenn auk hans eiga möguleika á titlinum. Mark Webber er efstur í stigamótinu á undan Lewis Hamilton, Alonso, Button og Sebastian Vettel. Button varð í öðru sæti á eftir Fernando Alonso í síðustu keppni og bætti stöðu sína í stigamótinu. "Ég nýtti tækifærið báðum höndum og náði í átján stig á degi þar sem Lewis fékk núll, Mark átta og Sebastian tólf. Núna skoðar maður stigatölfuna og hugsar. Vá, hvernig getur þetta verið svona jafnt? Eftir Spa sögðu allir að þetta yrði á milli Lewis og Mark, en ég sé fyrir mér að þetta verði slagur til síðasta móts", sagði Button í frétt á autosport.com, en vitnað er í umsögn Buttons á vefsíðu hans. "Ég held að við höfum séð að enginn einn ökumaður á eftir að labba í burtu með titilinn, þetta verður slagur til enda. Maður verður að taka hvert mót fyrir sig og ég held að ökumenn muni ekki bara safna einhverjum stigum. Það er ekki eðli kappakstursökumanns. Ég fann fyrir þessu í fyrra , þar sem ég vissi að ég þyrfti bara að ná í ákveðið magn af stigum. En trúlega reynir það meira á, en að taka á öllu sem maður á og stefna á toppárangur." "Í fyrra var ég fjórtándi á ráslínu í Interlagos og hafði engu að tapa og liðsfélagi minn var fremstur á ráslínu. Ég tók á öllu og það frelsaði hugann og sú reynsla mun hjálpa mér í ár. Það er mikilvægt að vera þolgóður og bíllinn verður að vera traustur. Þá verður að vanda vel valið varðandi uppsetningu bílsins og keppnisáætlunarinnar. Við erum keppnismenn og munum því keppa, en pressan er á öllum. Engin okkar má gera mistök. Sá sem klikkar minnst verður meistari", sagði Button m.a. á vefsvæði sínu samkvæmt frétt autosport. Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Birkir gæti hætt: Fékk spennandi starf en svo fór allt í skrúfuna Fótbolti Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Heimsmeistarinn Jenson Button hjá McLaren segir að þolgæði verði lykillinn að því að ná meistaratitlinum í Formúlu 1 í ár, en fjórir ökumenn auk hans eiga möguleika á titlinum. Mark Webber er efstur í stigamótinu á undan Lewis Hamilton, Alonso, Button og Sebastian Vettel. Button varð í öðru sæti á eftir Fernando Alonso í síðustu keppni og bætti stöðu sína í stigamótinu. "Ég nýtti tækifærið báðum höndum og náði í átján stig á degi þar sem Lewis fékk núll, Mark átta og Sebastian tólf. Núna skoðar maður stigatölfuna og hugsar. Vá, hvernig getur þetta verið svona jafnt? Eftir Spa sögðu allir að þetta yrði á milli Lewis og Mark, en ég sé fyrir mér að þetta verði slagur til síðasta móts", sagði Button í frétt á autosport.com, en vitnað er í umsögn Buttons á vefsíðu hans. "Ég held að við höfum séð að enginn einn ökumaður á eftir að labba í burtu með titilinn, þetta verður slagur til enda. Maður verður að taka hvert mót fyrir sig og ég held að ökumenn muni ekki bara safna einhverjum stigum. Það er ekki eðli kappakstursökumanns. Ég fann fyrir þessu í fyrra , þar sem ég vissi að ég þyrfti bara að ná í ákveðið magn af stigum. En trúlega reynir það meira á, en að taka á öllu sem maður á og stefna á toppárangur." "Í fyrra var ég fjórtándi á ráslínu í Interlagos og hafði engu að tapa og liðsfélagi minn var fremstur á ráslínu. Ég tók á öllu og það frelsaði hugann og sú reynsla mun hjálpa mér í ár. Það er mikilvægt að vera þolgóður og bíllinn verður að vera traustur. Þá verður að vanda vel valið varðandi uppsetningu bílsins og keppnisáætlunarinnar. Við erum keppnismenn og munum því keppa, en pressan er á öllum. Engin okkar má gera mistök. Sá sem klikkar minnst verður meistari", sagði Button m.a. á vefsvæði sínu samkvæmt frétt autosport.
Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Birkir gæti hætt: Fékk spennandi starf en svo fór allt í skrúfuna Fótbolti Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira