David Villa gekk í dag formlega til liðs við Barcelona eftir að hann stóðst læknisskoðun hjá félaginu í morgun.
Villa fékk treyju númer sjö sem var ónotuð á síðasta tímabili. Eiður Smári Guðjohnsen klæddist henni síðast en hann gekk í raðir AS Monaco árið 2008.
Áður höfðu þeir Luis Figo og Henrik Larsson klæðst sjöunni hjá Barcelona.
Villa sagði í dag að hann væri „afar stoltur af því að hafa samið við besta félag heims" og að hann vonaði að hann yrði fljótur að aðlagast liðinu.

