Fótbolti

Pellegrini átti von á því að verða rekinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Manuel Pellegrini, fráfarandi þjálfari Real Madrid.
Manuel Pellegrini, fráfarandi þjálfari Real Madrid. Nordic Photos / AFP
Það kom Manuel Pellegrini ekki á óvart að hann skyldi hafa verið rekinn úr starfi knattspyrnustjóra hjá Real Madrid.

Florentino Perez, forseti Real Madrid, tilkynnti að Pellegrini hefði verið sagt upp í gær en búist er fastlega við því að Jose Mourinho muni taka við af honum í sumar.

„Ég átti lengi von á þessu," sagði Pellegrini við spænska fjölmiðla. „Ég verð ávallt þakklátur Florentino Perez en ég fékk ekki að gera allt það sem ég vildi gera. Þetta var erfitt tímabil og mér líður eins og að ég sé að ganga frá hálfkláruðu verki."

Hann sagði að samskipti sín og forsetans hefðu verið nánast engin. „Ég ræddi síðast við forsettann í ágúst," sagði hann. „Ég get því ekkert sagt um hann, hvorki gott né slæmt. Ég þekki hann einfaldlega ekki."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×