Massa: Alonso með ásana í hendi 14. nóvember 2010 09:20 Ferrari ökumennirnir á mótsstað í Abu Dhabi. Mynd: Getty Images Felipe Massa líkir stöðu Fernando Alonso í lokamótinu í Formúlu 1 í Abu Dhabi í dag við það þegar pókerspilari er með ásanna í hendi. Alonso er þriðji á ráslínu á eftir Sebastian Vettel og Lewis Hamilton. Alonso er efstur í stigamóti ökmanna á undan Mark Webber, en þeir og Vettel og Hamilton eiga möguleika á meistaratitlinum í dag. "Í mínum huga er Fernando með tvö ása í hendi, eins og póker spilari. Ef þú ert með tvo ása, þá er mesti möguleiki á að vinna spilið", sagði Massa í frétt á autosport.com í dag. "Ef Vettel vinnur kappaksturinn í dag, þá þarf Alonso fjórða sætið og hann á því mikla möguleika á titilinum. Hann þarf að einbeita sér að því að keyra eðlilega keppni. Sá sem gæti reynst erfiðastur er Mark Webber sem er fimmti. En það getur margt gerst og ég þekki það sjálfur frá 2008", sagði Massa. Þá hélt hann í 20 sekúndur að hann væri heimsmeistari í keppni við Lewis Hamilton, en Hamilton komst framúr keppinaut í lokabeygju mótsins og tryggði sér titilinn eftir að Massa var kominn í endamark. Bein útsending er frá úrslitamótinu í Abu Dhabi í dag í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport kl. 12.30. Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Felipe Massa líkir stöðu Fernando Alonso í lokamótinu í Formúlu 1 í Abu Dhabi í dag við það þegar pókerspilari er með ásanna í hendi. Alonso er þriðji á ráslínu á eftir Sebastian Vettel og Lewis Hamilton. Alonso er efstur í stigamóti ökmanna á undan Mark Webber, en þeir og Vettel og Hamilton eiga möguleika á meistaratitlinum í dag. "Í mínum huga er Fernando með tvö ása í hendi, eins og póker spilari. Ef þú ert með tvo ása, þá er mesti möguleiki á að vinna spilið", sagði Massa í frétt á autosport.com í dag. "Ef Vettel vinnur kappaksturinn í dag, þá þarf Alonso fjórða sætið og hann á því mikla möguleika á titilinum. Hann þarf að einbeita sér að því að keyra eðlilega keppni. Sá sem gæti reynst erfiðastur er Mark Webber sem er fimmti. En það getur margt gerst og ég þekki það sjálfur frá 2008", sagði Massa. Þá hélt hann í 20 sekúndur að hann væri heimsmeistari í keppni við Lewis Hamilton, en Hamilton komst framúr keppinaut í lokabeygju mótsins og tryggði sér titilinn eftir að Massa var kominn í endamark. Bein útsending er frá úrslitamótinu í Abu Dhabi í dag í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport kl. 12.30.
Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira