Dmitrí Medvedev Rússlandsforseti hefur ítrekað við Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, áhuga sinn á samstarfi ríkjanna.
Sendiherra Rússlands á Íslandi, Andrei Tsyganov, afhenti Ólafi Ragnari bréf forsetans þar um í gær.
Í því er ítrekaður áhugi á aukinni samvinnu, með tilliti til nýsköpunar í orkumálum, nútímavæðingar, fjárfestingarverkefna og málefna norðurslóða.
Forsetarnir hittust í Rússlandi í september og ræddu ofangreind málefni, auk annarra.- bþs