Verðbólgan búin - verðhjöðnun tekin við Hafsteinn Hauksson skrifar 29. júní 2010 18:35 Hin mikla verðbólga sem varð landlæg eftir hrun krónunnar er nú búin í bili, segir sérfræðingur í greiningardeild. Verðbólga mælist nú 5,7 prósent á ársgrundvelli og hefur ekki mælst lægri síðan í góðærinu 2007. Hagstofan greindi frá því í morgun að verðlag lækkaði um þriðjung úr prósenti í júní frá því í maí. Verðhjöðnun í júnímánuði er afar óalgeng, en leita þarf aftur til ársins 1996 til að finna lækkun verðlags í þeim mánuði. Ársverðbólgan er því 5,7 prósent og hefur ekki verið lægri síðan í nóvember 2007, þegar hún mældist 5,2 prósent. Munar hér mest um að bensínverð lækkaði um tæp 6% vegna styrkingar krónunnar, lækkandi heimsmarkaðsverðs og verðstríðs olíufélaganna. Þá lækkaði verð matar og drykkjarvöru um eitt og hálft prósent vegna gengisbreytinganna, en sú lækkun vegur þungt í neysluvísitölunni. Þórhallur Ásbjörnsson, sérfræðingur hjá greiningardeild Arion banka, gerir ráð fyrir að verðlag haldi áfram að lækka í júlí vegna áhrifa af útsölum. Viðvarandi verðhjöðnun getur reynst efnahagslífi ríkja afar skeinuhætt, en Þórhallur segir þó of snemmt að spá fyrir um hvort Íslandi stafi hætta af slíku ástandi, ekki síst því svigrúm seðlabankans til vaxtalækkana er nokkuð. Hann segir minni verðbólguþrýsting nú hjálpa bankanum að lækka stýrivexti. Sé tekið mið af verðþróun undanfarna þrjá mánuði verður ársverðbólga 1,3 prósent. Ef fram fer sem horfir er það vel undir verðbólgumarkmiði seðlabankans, 2,5 prósent á ári, en verðbólgan hefur ekki verið undir því marki síðan árið 2004. Innlent Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Hin mikla verðbólga sem varð landlæg eftir hrun krónunnar er nú búin í bili, segir sérfræðingur í greiningardeild. Verðbólga mælist nú 5,7 prósent á ársgrundvelli og hefur ekki mælst lægri síðan í góðærinu 2007. Hagstofan greindi frá því í morgun að verðlag lækkaði um þriðjung úr prósenti í júní frá því í maí. Verðhjöðnun í júnímánuði er afar óalgeng, en leita þarf aftur til ársins 1996 til að finna lækkun verðlags í þeim mánuði. Ársverðbólgan er því 5,7 prósent og hefur ekki verið lægri síðan í nóvember 2007, þegar hún mældist 5,2 prósent. Munar hér mest um að bensínverð lækkaði um tæp 6% vegna styrkingar krónunnar, lækkandi heimsmarkaðsverðs og verðstríðs olíufélaganna. Þá lækkaði verð matar og drykkjarvöru um eitt og hálft prósent vegna gengisbreytinganna, en sú lækkun vegur þungt í neysluvísitölunni. Þórhallur Ásbjörnsson, sérfræðingur hjá greiningardeild Arion banka, gerir ráð fyrir að verðlag haldi áfram að lækka í júlí vegna áhrifa af útsölum. Viðvarandi verðhjöðnun getur reynst efnahagslífi ríkja afar skeinuhætt, en Þórhallur segir þó of snemmt að spá fyrir um hvort Íslandi stafi hætta af slíku ástandi, ekki síst því svigrúm seðlabankans til vaxtalækkana er nokkuð. Hann segir minni verðbólguþrýsting nú hjálpa bankanum að lækka stýrivexti. Sé tekið mið af verðþróun undanfarna þrjá mánuði verður ársverðbólga 1,3 prósent. Ef fram fer sem horfir er það vel undir verðbólgumarkmiði seðlabankans, 2,5 prósent á ári, en verðbólgan hefur ekki verið undir því marki síðan árið 2004.
Innlent Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira