Steingrímur íhugi stöðu sína 10. desember 2010 06:00 Þór Saari „Það er greinilegt að það borgar sig að hafa fagmenn í vinnu," segir Þór Saari, Hreyfingunni, um nýjan Icesave-samning. „Þeir hafa náð umtalsverðum árangri miðað við það sem áður var uppi á borðum. Nú þegar þetta er komið niður í upphæðir eins og kemur þarna fram hef ég velt upp þeirri hugmynd, og meðal annars rætt hana við fjármálaráðherra, að aðildarfélög Samtaka atvinnulífsins og Samtaka fjármálafyrirtækja verði einfaldlega látin borga þetta. Hrunið er þeim að kenna og þótt þetta yrðu bara fjármálafyrirtækin myndu þau ekki finna fyrir því að borga þetta," segir Þór. Þór segist ekki vita á þessari stundu hvort hann muni greiða atkvæði með samningnum á þingi. Til þess þurfi að lúslesa hann og öll fylgiskjöl. „Við höfum brennt okkur á því áður í tvígang að taka við skjölum frá ríkisstjórninni sem segja að við séum með æðislegan Icesave-samning sem hefur svo verið bara blekkingin innantóm. Ég reikna að vísu ekki með því að það sé þannig í þetta skiptið því ég treysti Lee Buchheit fyllilega til að segja sannleikann." Hins vegar telji hann líklegt að umtalsverður meirihluti verði fyrir þessu á þingi ef því verði gefinn nægur tími til að fara yfir málið og að því gefnu að hvergi sé fiskur undir steini. „En það er kurr í mönnum af því að það heyrðist strax á Steingrími að hann langaði að keyra þetta í gegn fyrir jól. Ef hann ætlar að reyna það verður allt vitlaust." Þór segir ekki víst að Steingrími J. Sigfússyni sé sætt sem fjármálaráðherra eftir þetta mál. Hann hafi haft kolrangt fyrir sér þegar hann reyndi að keyra í gegn samninga sem hefðu kostað þjóðina tugi ef ekki hundruð milljarða. „Ég held að hann ætti að sjálfsögðu að skoða sína stöðu mjög rækilega eftir þetta allt saman. Við ættum kannski að gera Lee Buchheit að fjármálaráðherra."- sh Icesave Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira
„Það er greinilegt að það borgar sig að hafa fagmenn í vinnu," segir Þór Saari, Hreyfingunni, um nýjan Icesave-samning. „Þeir hafa náð umtalsverðum árangri miðað við það sem áður var uppi á borðum. Nú þegar þetta er komið niður í upphæðir eins og kemur þarna fram hef ég velt upp þeirri hugmynd, og meðal annars rætt hana við fjármálaráðherra, að aðildarfélög Samtaka atvinnulífsins og Samtaka fjármálafyrirtækja verði einfaldlega látin borga þetta. Hrunið er þeim að kenna og þótt þetta yrðu bara fjármálafyrirtækin myndu þau ekki finna fyrir því að borga þetta," segir Þór. Þór segist ekki vita á þessari stundu hvort hann muni greiða atkvæði með samningnum á þingi. Til þess þurfi að lúslesa hann og öll fylgiskjöl. „Við höfum brennt okkur á því áður í tvígang að taka við skjölum frá ríkisstjórninni sem segja að við séum með æðislegan Icesave-samning sem hefur svo verið bara blekkingin innantóm. Ég reikna að vísu ekki með því að það sé þannig í þetta skiptið því ég treysti Lee Buchheit fyllilega til að segja sannleikann." Hins vegar telji hann líklegt að umtalsverður meirihluti verði fyrir þessu á þingi ef því verði gefinn nægur tími til að fara yfir málið og að því gefnu að hvergi sé fiskur undir steini. „En það er kurr í mönnum af því að það heyrðist strax á Steingrími að hann langaði að keyra þetta í gegn fyrir jól. Ef hann ætlar að reyna það verður allt vitlaust." Þór segir ekki víst að Steingrími J. Sigfússyni sé sætt sem fjármálaráðherra eftir þetta mál. Hann hafi haft kolrangt fyrir sér þegar hann reyndi að keyra í gegn samninga sem hefðu kostað þjóðina tugi ef ekki hundruð milljarða. „Ég held að hann ætti að sjálfsögðu að skoða sína stöðu mjög rækilega eftir þetta allt saman. Við ættum kannski að gera Lee Buchheit að fjármálaráðherra."- sh
Icesave Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira