Lettneski leikmaðurinn Lauris Mizis hefur leikið sinn síðasta leik með Snæfelli en þetta kemur fram á heimsíðu Snæfells í dag.
Mizis var í herbúðum Snæfells í tæpa tvo mánuði og lék alls sjö leiki með liðinu, þar af fjöra í deildinni. Þar var hann með 5,3 stig og þrjú fráköst að meðaltali.
Að sögn Inga Þór Steinþórssonar, þjálfara Snæfells, var óhjákvæmilegt að leiðir myndu skilja nú.
Snæfell er með tvo erlenda leikmenn í sínum röðum, þá Ryan Amoroso og Sean Burton.