Argentínumennirnir Gonzalo Higuain og Lionel Messi voru í miklu stuði með liðum sínum Real Madrid og Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Real Madrid og Barcelona unnu bæði góða sigra eru því áfram með jafnmörg stig á toppnum.
Gonzalo Higuain skoraði þrennuna sína á 20 mínútum í 4-1 sigri á Valladolid og hefur þar með skorað 19 mörk á tímabilinu. Cristiano Ronaldo skoraði fjórða markið beint úr aukaspyrnu og hefur þar með skorað í fimm deildarleikjum í röð og alls 15 mörk í 17 deildarleikjum í búningi Real Madrid.
Lionel Messi skoraði þrennu fyrir Barcelona í 3-0 sigri á Valencia. Fyrsta markið kom eftir frábæran einlék í gegnum vörn Valencia á 56. mínútu en tvö þau síðari komu á síðustu tíu mínútum leiksins eftir að Valencia hafði misst útaf leikmann með rautt spjald. Messi hefur þar með skorað 22 deildarmörk á leiktíðinni.
