Alonso: Mikilvægt að ná á verðlaunapall 23. september 2010 15:09 Fernando Alonso hjá Ferrari er í Singapúr, en fyrstu æfingar keppnisliða eru á morgun. Mynd: Getty Images Spánverjinn Fernando Alonso hjá Ferrari telur að mikilvægt verði í lokamótunum fimm í Formúlu 1, að komast á verðlaunapall. Hann hefur tvívegis orðið heimsmeistari með Renault, en er í þriðja sæti í stigamótinu á eftir Mark Webber og Lewis Hamilton. Alonso vann síðustu keppni sem var á Ítalíu, en keppir í Singapúr um helgina í flóðlýstu móti. "Sá ökumaður sem kemst á verðlaunapall í mótunum fimm verður nærri því að landa titlinum. Þolgæði hafa ekki verið styrkleiki keppenda í ár. Öllum hefur gengið misvel", sagði Alonso í frétt á autosport.com í dag. Hann ræddi við fréttamenn á brautinni í Singapúr. "Við þurfum að standa okkur vel og ef einhver fellur úr leik, þá getur hann kvatt möguleika á titlinum. Það eru svo fá mót eftir. Fimm sinnum á verðlaunapalli væri góður árangur í mínum augum." Webber er fimm stigum á undan Lewis Hamilton í stigamótinu, en Alonso 19 á eftir Webber. Fyrir aftan Alonso er Jenson Button, einu stigi á eftir og Sebastian Vettel er tveimur á eftir Alonso. "Eftir sigurinn á Monza, þá verður mikilvægt að halda slagkraftinum og það væri gott að ná árangri hérna á ný í þessu mikilvæga móti", sagði Alonso. Hann vann fyrstu keppnina í Singapúr árið 2008 með Renault, en Hamilton vann í fyrra á McLaren. Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Körfubolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Spánverjinn Fernando Alonso hjá Ferrari telur að mikilvægt verði í lokamótunum fimm í Formúlu 1, að komast á verðlaunapall. Hann hefur tvívegis orðið heimsmeistari með Renault, en er í þriðja sæti í stigamótinu á eftir Mark Webber og Lewis Hamilton. Alonso vann síðustu keppni sem var á Ítalíu, en keppir í Singapúr um helgina í flóðlýstu móti. "Sá ökumaður sem kemst á verðlaunapall í mótunum fimm verður nærri því að landa titlinum. Þolgæði hafa ekki verið styrkleiki keppenda í ár. Öllum hefur gengið misvel", sagði Alonso í frétt á autosport.com í dag. Hann ræddi við fréttamenn á brautinni í Singapúr. "Við þurfum að standa okkur vel og ef einhver fellur úr leik, þá getur hann kvatt möguleika á titlinum. Það eru svo fá mót eftir. Fimm sinnum á verðlaunapalli væri góður árangur í mínum augum." Webber er fimm stigum á undan Lewis Hamilton í stigamótinu, en Alonso 19 á eftir Webber. Fyrir aftan Alonso er Jenson Button, einu stigi á eftir og Sebastian Vettel er tveimur á eftir Alonso. "Eftir sigurinn á Monza, þá verður mikilvægt að halda slagkraftinum og það væri gott að ná árangri hérna á ný í þessu mikilvæga móti", sagði Alonso. Hann vann fyrstu keppnina í Singapúr árið 2008 með Renault, en Hamilton vann í fyrra á McLaren.
Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Körfubolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira