Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, hefur fulla trú á því að Frakkinn Nicolas Anelka geti leitt Chelsea til sigurs gegn Marseille í Meistaradeildinni í kvöld.
Það verður enginn Didier Drogba í liði Chelsea í kv0ld og því meiri pressa á Anelka en ella. Þetta verður líka í fyrsta skipti eftir HM sem Anelka er í beinni í frönsku sjónvarpi.
"Ég held að hann verðu ekkert hræddur þó svo leikurinn sé sýndur beint í frönsku sjónvarpi. Hann er að spila frábærlega og mun spila fyrir liðið í kvöld eins og alltaf," sagði Ancelotti.
"Hann getur spilað allar stöður í framlínunni. Hann er flottur upp á toppnum því hann er hraður og kann að styðja miðjumennina sem koma upp völlinn."