Engin haldbær sönnunargögn önnur en játning Þorbjörn Þórðarson skrifar 5. september 2010 18:30 Engin haldbær óumdeild sönnunargögn virðast liggja fyrir í manndrapsmálinu í Hafnarfirði, sem lögregla er tilbúin að greina frá, önnur en játning Gunnars Rúnars Sigurþórssonar. Leit lögreglu að morðvopninu hefur engan árangur borið. Leit að morðvopninu sem Gunnar Rúnar Sigurþórsson notaði til að bana Hannesi Þór Helgasyni hófst aftur upp úr hádeginu og voru kafarar frá sérsveit ríkislögreglustjóra að fínkemba svæðið við smábátahöfnina í Hafnarfirði í allan dag. Laust fyrir sex í kvöld var morðvopnið ekki enn fundið. Gunnar Rúnar hefur samþykkt að sæta geðheilbrigðisrannsókn og verður hún framkvæmd eftir helgi. Friðrik Smári Björgvinsson sagði í samtali við fréttastofu í dag að það væri ekki úrslitaatriði að morðvopnið fyndist þar sem játning lægi fyrir, hins vegar skipti það máli að morðvopnið kæmi í leitirnar upp á sönnun að gera enda vill lögreglan búa málið sem best undir ákærumeðferð hjá ríkissaksóknara. Lögregla neitar að sú afstaða að útiloka hlutdeild annarra byggist á játningu Gunnars Rúnars eingöngu og segir að það komi fleira til, en ekki hefur fengist upp gefið hvað það er. Fréttastofa fékk staðfest í dag að meðal þess sem komið hefði fram við yfirheyrslur yfir Gunnari Rúnari var að uppáhaldskvikmynd hans væri V For Vendetta með bandarísku leikkonunni Natalie Portman, en hún fjallar um hnífaárásir. Þá er bókin Dauðarósir eftir Arnald Indriðason í miklu uppáhaldi hjá sakborningnum, en bókin fjallar að hluta til um ástríðuglæpi en ein af söguhetjum bókarinnar er ungur maður sem hefur verið utangátta í samfélaginu, var lagður í einelti og skilinn útundan. Eftir því sem fréttastofa kemst næst hefur þetta takmarkaða þýðingu fyrir rannsóknina, en kom engu að síður fram við bakgrunnsathugun á sakborningnum. Friðrik Smári vildi ekki tjá sig um þetta atriði í samtali við fréttastofu. Það liggja ekki enn fyrir niðurstöður úr DNA-rannsókn á blóði sem fannst á skóm Gunnars Rúnars, en enn er beðið eftir niðurstöðum úr nokkrum rannsóknum frá Svíþjóð. Það hefur ekkert breyst þar. Á blaðamannafundinum í gær vék Friðrik Smári Björgvinsson að þessu atriði með svofelldum orðum: „Þau sýni og þær niðurstöður hafa ekki varpað neitt skýrara ljósi á málið. Við erum ekki búnir að fá niðurstöður úr öllum þessum sýnum sem send voru út." Lögreglan veit hvernig hnífur var notaður en vill ekki svara spurningum um hvort um hefðbundið eldhúsáhald hafi verið að ræða eða annars konar eggvopn. Gunnar Rúnar var ekki samvinnuþýður við rannsóknina fram að játningu, samkvæmt heimildum fréttastofu, enda neitaði hann ávallt að hafa átt aðild að verknaðinum í fyrstu. Hátt í hundrað manns hafa verið yfirheyrðir vegna málsins og hafa um það bil fjörutíu lögreglumenn komið að rannsókninni. Lögregla svarar engu um undirbúningsathafnir af hálfu sakborningsins og hefur svarað því þannig að frekari rannsóknir muni leiða það í ljós. Þannig að ekki liggur fyrir hvort sakborningurinn hafi haft einbeittan ásetning í einhvern tíma um að verða hinum látna að bana. Málið verður sent til ákærumeðferðar hjá Valtý Sigurðssyni, ríkissaksóknara, um leið og rannsókn þess lýkur. Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Tengdar fréttir Morðvopnið ófundið - ekki lengur í einangrun Morðvopnið sem Gunnar Rúnar Sigurþórsson notaði til að bana Hannesi Þór Helgasyni er enn ófundið, að sögn Björgvins Björgvinssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 5. september 2010 09:16 Einbeittur ásetningur eða framið í ákafri geðshræringu? Morðvopnið sem Gunnar Rúnar Sigurþórsson notaði til að bana Hannesi Þór Helgasyni er enn ófundið. Í gær fannst fatnaður í smábátahöfninni í Hafnarfirði sem talið er að tilheyri Gunnari Rúnari. 5. september 2010 10:51 Gunnar Rúnar játar Gunnar Rúnar Sigurþórsson 23 ára gamall karlmaður úr Hafnarfirði hefur játað að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana þann 15. ágúst síðastliðinn. Hann játaði að hafa orðið honum að bana í gær og í dag. Hann var einn að verki. 4. september 2010 17:40 Fréttaskýring: Morðinginn hugfanginn af kærustu Hannesar Morðið á Hannesi Þór Helgasyni var sérstaklega hrottafengið og á sér líklega fá fordæmi í íslenskri réttarsögu. Ýmsar vísbendingar eru um að um ástríðuglæp hafi verið að ræða en banamaður Hannesar Þórs var afar hugfanginn af kærustu hans. Í þessari fréttaskýringu verður atburðarrásin rakin. 5. september 2010 08:08 Gunnar segist hafa kastað hnífnum í höfnina Gunnar Rúnar Sigurþórsson sem hefur játað að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana hefur vísað lögreglunni á smábátahöfnina í Hafnarfirði þar sem hann segist hafa kastað morðvopninu. 4. september 2010 18:37 Mest lesið Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Fleiri fréttir Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Sjá meira
Engin haldbær óumdeild sönnunargögn virðast liggja fyrir í manndrapsmálinu í Hafnarfirði, sem lögregla er tilbúin að greina frá, önnur en játning Gunnars Rúnars Sigurþórssonar. Leit lögreglu að morðvopninu hefur engan árangur borið. Leit að morðvopninu sem Gunnar Rúnar Sigurþórsson notaði til að bana Hannesi Þór Helgasyni hófst aftur upp úr hádeginu og voru kafarar frá sérsveit ríkislögreglustjóra að fínkemba svæðið við smábátahöfnina í Hafnarfirði í allan dag. Laust fyrir sex í kvöld var morðvopnið ekki enn fundið. Gunnar Rúnar hefur samþykkt að sæta geðheilbrigðisrannsókn og verður hún framkvæmd eftir helgi. Friðrik Smári Björgvinsson sagði í samtali við fréttastofu í dag að það væri ekki úrslitaatriði að morðvopnið fyndist þar sem játning lægi fyrir, hins vegar skipti það máli að morðvopnið kæmi í leitirnar upp á sönnun að gera enda vill lögreglan búa málið sem best undir ákærumeðferð hjá ríkissaksóknara. Lögregla neitar að sú afstaða að útiloka hlutdeild annarra byggist á játningu Gunnars Rúnars eingöngu og segir að það komi fleira til, en ekki hefur fengist upp gefið hvað það er. Fréttastofa fékk staðfest í dag að meðal þess sem komið hefði fram við yfirheyrslur yfir Gunnari Rúnari var að uppáhaldskvikmynd hans væri V For Vendetta með bandarísku leikkonunni Natalie Portman, en hún fjallar um hnífaárásir. Þá er bókin Dauðarósir eftir Arnald Indriðason í miklu uppáhaldi hjá sakborningnum, en bókin fjallar að hluta til um ástríðuglæpi en ein af söguhetjum bókarinnar er ungur maður sem hefur verið utangátta í samfélaginu, var lagður í einelti og skilinn útundan. Eftir því sem fréttastofa kemst næst hefur þetta takmarkaða þýðingu fyrir rannsóknina, en kom engu að síður fram við bakgrunnsathugun á sakborningnum. Friðrik Smári vildi ekki tjá sig um þetta atriði í samtali við fréttastofu. Það liggja ekki enn fyrir niðurstöður úr DNA-rannsókn á blóði sem fannst á skóm Gunnars Rúnars, en enn er beðið eftir niðurstöðum úr nokkrum rannsóknum frá Svíþjóð. Það hefur ekkert breyst þar. Á blaðamannafundinum í gær vék Friðrik Smári Björgvinsson að þessu atriði með svofelldum orðum: „Þau sýni og þær niðurstöður hafa ekki varpað neitt skýrara ljósi á málið. Við erum ekki búnir að fá niðurstöður úr öllum þessum sýnum sem send voru út." Lögreglan veit hvernig hnífur var notaður en vill ekki svara spurningum um hvort um hefðbundið eldhúsáhald hafi verið að ræða eða annars konar eggvopn. Gunnar Rúnar var ekki samvinnuþýður við rannsóknina fram að játningu, samkvæmt heimildum fréttastofu, enda neitaði hann ávallt að hafa átt aðild að verknaðinum í fyrstu. Hátt í hundrað manns hafa verið yfirheyrðir vegna málsins og hafa um það bil fjörutíu lögreglumenn komið að rannsókninni. Lögregla svarar engu um undirbúningsathafnir af hálfu sakborningsins og hefur svarað því þannig að frekari rannsóknir muni leiða það í ljós. Þannig að ekki liggur fyrir hvort sakborningurinn hafi haft einbeittan ásetning í einhvern tíma um að verða hinum látna að bana. Málið verður sent til ákærumeðferðar hjá Valtý Sigurðssyni, ríkissaksóknara, um leið og rannsókn þess lýkur.
Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Tengdar fréttir Morðvopnið ófundið - ekki lengur í einangrun Morðvopnið sem Gunnar Rúnar Sigurþórsson notaði til að bana Hannesi Þór Helgasyni er enn ófundið, að sögn Björgvins Björgvinssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 5. september 2010 09:16 Einbeittur ásetningur eða framið í ákafri geðshræringu? Morðvopnið sem Gunnar Rúnar Sigurþórsson notaði til að bana Hannesi Þór Helgasyni er enn ófundið. Í gær fannst fatnaður í smábátahöfninni í Hafnarfirði sem talið er að tilheyri Gunnari Rúnari. 5. september 2010 10:51 Gunnar Rúnar játar Gunnar Rúnar Sigurþórsson 23 ára gamall karlmaður úr Hafnarfirði hefur játað að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana þann 15. ágúst síðastliðinn. Hann játaði að hafa orðið honum að bana í gær og í dag. Hann var einn að verki. 4. september 2010 17:40 Fréttaskýring: Morðinginn hugfanginn af kærustu Hannesar Morðið á Hannesi Þór Helgasyni var sérstaklega hrottafengið og á sér líklega fá fordæmi í íslenskri réttarsögu. Ýmsar vísbendingar eru um að um ástríðuglæp hafi verið að ræða en banamaður Hannesar Þórs var afar hugfanginn af kærustu hans. Í þessari fréttaskýringu verður atburðarrásin rakin. 5. september 2010 08:08 Gunnar segist hafa kastað hnífnum í höfnina Gunnar Rúnar Sigurþórsson sem hefur játað að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana hefur vísað lögreglunni á smábátahöfnina í Hafnarfirði þar sem hann segist hafa kastað morðvopninu. 4. september 2010 18:37 Mest lesið Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Fleiri fréttir Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Sjá meira
Morðvopnið ófundið - ekki lengur í einangrun Morðvopnið sem Gunnar Rúnar Sigurþórsson notaði til að bana Hannesi Þór Helgasyni er enn ófundið, að sögn Björgvins Björgvinssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 5. september 2010 09:16
Einbeittur ásetningur eða framið í ákafri geðshræringu? Morðvopnið sem Gunnar Rúnar Sigurþórsson notaði til að bana Hannesi Þór Helgasyni er enn ófundið. Í gær fannst fatnaður í smábátahöfninni í Hafnarfirði sem talið er að tilheyri Gunnari Rúnari. 5. september 2010 10:51
Gunnar Rúnar játar Gunnar Rúnar Sigurþórsson 23 ára gamall karlmaður úr Hafnarfirði hefur játað að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana þann 15. ágúst síðastliðinn. Hann játaði að hafa orðið honum að bana í gær og í dag. Hann var einn að verki. 4. september 2010 17:40
Fréttaskýring: Morðinginn hugfanginn af kærustu Hannesar Morðið á Hannesi Þór Helgasyni var sérstaklega hrottafengið og á sér líklega fá fordæmi í íslenskri réttarsögu. Ýmsar vísbendingar eru um að um ástríðuglæp hafi verið að ræða en banamaður Hannesar Þórs var afar hugfanginn af kærustu hans. Í þessari fréttaskýringu verður atburðarrásin rakin. 5. september 2010 08:08
Gunnar segist hafa kastað hnífnum í höfnina Gunnar Rúnar Sigurþórsson sem hefur játað að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana hefur vísað lögreglunni á smábátahöfnina í Hafnarfirði þar sem hann segist hafa kastað morðvopninu. 4. september 2010 18:37