Öll erum við ömurleg Hólmfríður Helga Sigurðardóttir skrifar 19. janúar 2010 06:00 Ísland ætti að verða fyrsta land í heimi til að hafa ríkisstjórn eingöngu skipaða konum. Þegar ég rakst á þessa hugmynd á vefsíðu einni, þar sem fólk leggur fram tillögur um hvernig megi bæta lífið í landinu, sá ég strax fyrir mér stórbætt samskipti við útlönd. Í almannatengslunum yrði lögð áhersla á að við íslenskar konur eigum allt aðrar formæður og -feður en þessir kolbrjáluðu víkingar í teinóttu jakkafötunum sínum. Við erum keltneskar að uppruna og þeir rændu okkur! Svo rústuðu þeir öllu og nú erum við mættar til að taka til eftir þá. Útlenskar samninganefndir myndu umsvifalaust leggjast kylliflatar fyrir snilli íslenskra kvenna. Þrátt fyrir hvað hugmyndin er snjöll mun sá sem tillöguna átti þó sennilega þurfa að bíða líf sitt á enda eftir því að sjá hana verða að veruleika. En nú nálgast sveitarstjórnarkosningar og um leið möguleikinn til að hafa áhrif. Fyrsta skrefið í átt að drauminum gæti verið að kjósa eingöngu konur í prófkjörum. Annars finnst mér prófkjaratíminn alltaf jafn spaugilegur. Fólk sem var einu sinni venjulegt, og ég rakst stundum á í Bónus, úrillt og vírað, nöldrandi í maka sínum eða við sjálft sig í hálfum hljóðum, er nú komið á auglýsingaspjöld með nýhvíttaðar tennur í frosnu brosi, augu í háglans og vatnsgreitt hár. Þetta fólk virðist vera komið til að redda málunum. Það ætlar að lappa upp á gömlu og góðu gildin, styðja við nýsköpun, standa vörð um fjölskyldur og reisa eldri borgurum þann stall sem þeir hafa unnið fyrir og eiga skilið. En eitt er það vandamál sem frambjóðendurnir standa sameiginlega frammi fyrir. Stór hópur fólks er orðinn ónæmur fyrir gylliboðum og yfirborðskenndum töfraboðskap. Þannig að ég er með hugmynd fyrir ykkur, kæru frambjóðendur. Hvernig væri að koma frekar til dyranna eins og þið eruð raunverulega klæddir? Í frotteslopp og naríunum frá því í fyrradag. Segiði okkur hvað þið eruð að meina í alvörunni. Hvað ætliði að gera og hvernig ætliði að fara að því? Ekki fela ykkur á bakvið þessar glansmyndir. Við vitum nefnilega alveg að þið eruð jafn breyskir og við hin. Öll erum við dálítið ömurleg og þið líka. Sýnið bara í ykkur tennurnar, látið finna fyrir því hvað þið eruð frek, þrjósk og hversu vel þið hafið lagt refskákir stjórnmálaleiksins á minnið. Innst inni dáumst við hin að ykkur fyrir að nenna að standa í þessu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hólmfríður Helga Sigurðardóttir Mest lesið Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Ísland ætti að verða fyrsta land í heimi til að hafa ríkisstjórn eingöngu skipaða konum. Þegar ég rakst á þessa hugmynd á vefsíðu einni, þar sem fólk leggur fram tillögur um hvernig megi bæta lífið í landinu, sá ég strax fyrir mér stórbætt samskipti við útlönd. Í almannatengslunum yrði lögð áhersla á að við íslenskar konur eigum allt aðrar formæður og -feður en þessir kolbrjáluðu víkingar í teinóttu jakkafötunum sínum. Við erum keltneskar að uppruna og þeir rændu okkur! Svo rústuðu þeir öllu og nú erum við mættar til að taka til eftir þá. Útlenskar samninganefndir myndu umsvifalaust leggjast kylliflatar fyrir snilli íslenskra kvenna. Þrátt fyrir hvað hugmyndin er snjöll mun sá sem tillöguna átti þó sennilega þurfa að bíða líf sitt á enda eftir því að sjá hana verða að veruleika. En nú nálgast sveitarstjórnarkosningar og um leið möguleikinn til að hafa áhrif. Fyrsta skrefið í átt að drauminum gæti verið að kjósa eingöngu konur í prófkjörum. Annars finnst mér prófkjaratíminn alltaf jafn spaugilegur. Fólk sem var einu sinni venjulegt, og ég rakst stundum á í Bónus, úrillt og vírað, nöldrandi í maka sínum eða við sjálft sig í hálfum hljóðum, er nú komið á auglýsingaspjöld með nýhvíttaðar tennur í frosnu brosi, augu í háglans og vatnsgreitt hár. Þetta fólk virðist vera komið til að redda málunum. Það ætlar að lappa upp á gömlu og góðu gildin, styðja við nýsköpun, standa vörð um fjölskyldur og reisa eldri borgurum þann stall sem þeir hafa unnið fyrir og eiga skilið. En eitt er það vandamál sem frambjóðendurnir standa sameiginlega frammi fyrir. Stór hópur fólks er orðinn ónæmur fyrir gylliboðum og yfirborðskenndum töfraboðskap. Þannig að ég er með hugmynd fyrir ykkur, kæru frambjóðendur. Hvernig væri að koma frekar til dyranna eins og þið eruð raunverulega klæddir? Í frotteslopp og naríunum frá því í fyrradag. Segiði okkur hvað þið eruð að meina í alvörunni. Hvað ætliði að gera og hvernig ætliði að fara að því? Ekki fela ykkur á bakvið þessar glansmyndir. Við vitum nefnilega alveg að þið eruð jafn breyskir og við hin. Öll erum við dálítið ömurleg og þið líka. Sýnið bara í ykkur tennurnar, látið finna fyrir því hvað þið eruð frek, þrjósk og hversu vel þið hafið lagt refskákir stjórnmálaleiksins á minnið. Innst inni dáumst við hin að ykkur fyrir að nenna að standa í þessu.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun