Haukar og Valur leika í kvöld þriðja leik sinn í úrslitaeinvígi N1 deildar karla í handbolta en staðan er 1-1 í einvíginu eftir 22-20 sigur Valsmanna í síðasta leik í Vodafone-höllinni. Haukar hafa verið undir í 90 prósent af einvíginu til þessa en standa samt jafnfætis Valsmönnum fyrir leikinn í kvöld. Þriðji leikurinn hefst klukkan 19.30 á Ásvöllum í kvöld.
Valsmenn voru yfir allan síðasta leik fyrir utan fyrstu tæpu 2 mínúturnar þegar staðan var 0-0 og í fyrsta leiknum voru Haukar aðeins yfir í upphafi leiks (3 mínútur og 40 sekúndur á fyrstu fimm mínútunum) og svo sex síðustu sekúndur leiksins eftir að Björgvin Þór Hólmgeirsson hafði skorað sigurmarkið í leiknum.
Valsmenn hafa alls verið yfir í 108 af 120 mínútunum sem hafa verið spilaðar í einvíginu þar af hafa þeir verið með tveggja marka forskot eða meira í 91 mínútur og 11 sekúndur.
Hverjir hafa verið með forustuna í úrslitaeinvíginu?
Fyrsti leikur: (Haukar unnu 23-22)
Haukar yfir: 3 mínútur og 46 sekúndur
Jafnt: 6 mínútur og 18 sekúndur
Valur yfir: 49 mínútur og 56 sekúndur
Annar leikur: (Valsmenn unnu 22-20)
Valur yfir: 58 mínútur og 5 sekúndur
Jafnt: 1 mínúta og 55 sekúndur
Haukar yfir: 0 mínútur og 0 sekúndur
Samtals: (Staðan í einvíginu er 1-1)
Haukar yfir: 3 mínútur og 46 sekúndur (3 prósent)
Jafnt: 8 mínútur og 13 sekúndur (7 prósent)
Valur yfir: 108 mínútur og 1 sekúnda (90 prósent)
Valsmenn búnir að vera yfir í 90 prósent af leikjunum tveimur
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn
Enski boltinn



Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri
Enski boltinn



Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool
Enski boltinn
