McDowell og Kaymer kylfingar ársins á Evrópumótaröðinni 8. desember 2010 09:45 Graeme McDowell átti frábært ár og sigraði á opna bandaríska meistaramótinu. Nordic Photos/Getty Images Norður-Írinn Graeme McDowell og Þjóðverjinn Martin Kaymer voru í gær valdir kylfingar ársins á Evrópumótaröðinni en þetta er í fyrsta sinn í 26 ár þar sem tveir kylfingar deila þessum titli. McDowell sigraði á sínum fyrsta stórmóti á þessu ári, opna bandaríska meistaramótinu, og það gerði Kaymer einnig en hann sigraði á PGA-meistaramótinu. Báðir voru þeir Ryderliði Evrópu sem sigraði það bandaríska á Celtic Manor vellinum í Wales í október og þeir sigruðu báðir á fjórum atvinnumótum á árinu 2011. Það var því ekki hægt að gera upp á milli þeirra að mati dómnefndar Evrópumótaraðarinnar. Það eru íþróttafréttamenn og golfsérfræðingar sem starfa við sjónvarp sem standa að kjörinu og skiptust atkvæðin jafnt á milli þeirra McDowell og Kaymer.Besta árið í sögu EvrópumótaraðarinnarMartin Kaymer sigraði á PGA-meistaramótinu og var efstur á peningalistanum í lok keppnistímabilsins á Evrópumótaröðinni.Nordic Photos/Getty ImagesKaymer, sem er 25 ára gamall, var efstur á peningalista Evrópumótaraðarinnar en McDowell tryggði Evrópu sigur í Ryderkeppninni í lokaleik mótsins.Árið 2011 er líklega það besta í sögu Evrópumótaraðarinnar en þrír kylfingar af þeirri mótaröð sigruðu á stórmóti á árinu. McDowell, Kaymer og Louis Oosthuizen frá Suður-Afríku sigraði á opna breska meistaramótinu á St. Andrews.Þar að auki komst Englendingurinn Lee Westwood í efsta sæti heimslistans og velti Tiger Woods úr því sæti eftir margra ára einokun á þeim titli.Englendingurinn Ian Poulter, Suður-Afríkumaðurinn Ernie Els og Ítalinn Francesco Molinari fögnuðu allir sigri á heimsmótaröðinni en þeir eru einnig meðlimir Evrópumótaraðarinnar. Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Steig á tána á Mike Tyson Sport Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Norður-Írinn Graeme McDowell og Þjóðverjinn Martin Kaymer voru í gær valdir kylfingar ársins á Evrópumótaröðinni en þetta er í fyrsta sinn í 26 ár þar sem tveir kylfingar deila þessum titli. McDowell sigraði á sínum fyrsta stórmóti á þessu ári, opna bandaríska meistaramótinu, og það gerði Kaymer einnig en hann sigraði á PGA-meistaramótinu. Báðir voru þeir Ryderliði Evrópu sem sigraði það bandaríska á Celtic Manor vellinum í Wales í október og þeir sigruðu báðir á fjórum atvinnumótum á árinu 2011. Það var því ekki hægt að gera upp á milli þeirra að mati dómnefndar Evrópumótaraðarinnar. Það eru íþróttafréttamenn og golfsérfræðingar sem starfa við sjónvarp sem standa að kjörinu og skiptust atkvæðin jafnt á milli þeirra McDowell og Kaymer.Besta árið í sögu EvrópumótaraðarinnarMartin Kaymer sigraði á PGA-meistaramótinu og var efstur á peningalistanum í lok keppnistímabilsins á Evrópumótaröðinni.Nordic Photos/Getty ImagesKaymer, sem er 25 ára gamall, var efstur á peningalista Evrópumótaraðarinnar en McDowell tryggði Evrópu sigur í Ryderkeppninni í lokaleik mótsins.Árið 2011 er líklega það besta í sögu Evrópumótaraðarinnar en þrír kylfingar af þeirri mótaröð sigruðu á stórmóti á árinu. McDowell, Kaymer og Louis Oosthuizen frá Suður-Afríku sigraði á opna breska meistaramótinu á St. Andrews.Þar að auki komst Englendingurinn Lee Westwood í efsta sæti heimslistans og velti Tiger Woods úr því sæti eftir margra ára einokun á þeim titli.Englendingurinn Ian Poulter, Suður-Afríkumaðurinn Ernie Els og Ítalinn Francesco Molinari fögnuðu allir sigri á heimsmótaröðinni en þeir eru einnig meðlimir Evrópumótaraðarinnar.
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Steig á tána á Mike Tyson Sport Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira