Vettel: Ýmist talinn frábær eða bjáni 3. september 2010 13:03 Sebastian Vettel ekur með Red Bull. Mynd: Getty Images Sebastian Vettel telur að hann eigi eftir að vaxa frá atviki sem varð í kappakstrinum á Spa brautinni í Belgíu um síðustu helgi. Þá keyrði hann meistarann Jenson Button út úr brautinni, þegar hann reyndi framúrakstur. Í frétt á autosport.com er greint frá samtali við Vettel í þýska blaðinu Auto Bil Motorsport. "Fórmúla 1 er stórkostleg. Ef allt gengur vel, þá er maður frábæri. Ef maður gerir mistök og fólk veit ekki ástæðuna fyrir þeim, þá er maður fljótur að vera talinn bjáni. Það sem er mest um vert, er að ég viti sannleikann sjálfur", sagði Vettel í umfjöllun þýska blaðsins. "Ég sofnaði á verðinum fyrir aftan öryggisbílinn í Ungverjalandi og gerði mistök og í Spa gerði ég líka mistök þegar ég snerist við framúrakstur á Button. En ég er nógu opinn og heiðarlegur til að viðurkenna það." "Ég er ekki stoltur af þessu, en þessu verður ekki breytt og ég verð bar að gæta þess að gera þetta ekki aftur. Mistök gera mann að betri ökumanni." Þrátt fyrir ágjöf innan og utan brautar á árinu og sú staðreynd að Vettel hefur tapað af mörgum stigum að undanförnu, þá telur Vettel að hann eigi möguleika á titlinum. "Við erum lið og þó við höfum lent í vandamálum, þá höfum við landað stigum. Ekki vegna heppni, heldur vegna þess að samspilið er sterkt. Ég hef ekki ahyggjur af sjálfum mér. Ég veit hve góðir við erum og ég mun landa titlinum á árinu. Það hefur ekki allt gengið samkvæmt bókinni, en ég er samt 31 stigi á eftir", sagði Vettel og gat þess að hann myndi sækja hratt á þeim sem er á undan honum í stigamótinu sem stendur. Mest lesið Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Körfubolti Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti Aþena vann loksins leik Körfubolti Inter í undanúrslit Fótbolti „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Fótbolti Chelsea skrapaði botninn með Southampton Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Sebastian Vettel telur að hann eigi eftir að vaxa frá atviki sem varð í kappakstrinum á Spa brautinni í Belgíu um síðustu helgi. Þá keyrði hann meistarann Jenson Button út úr brautinni, þegar hann reyndi framúrakstur. Í frétt á autosport.com er greint frá samtali við Vettel í þýska blaðinu Auto Bil Motorsport. "Fórmúla 1 er stórkostleg. Ef allt gengur vel, þá er maður frábæri. Ef maður gerir mistök og fólk veit ekki ástæðuna fyrir þeim, þá er maður fljótur að vera talinn bjáni. Það sem er mest um vert, er að ég viti sannleikann sjálfur", sagði Vettel í umfjöllun þýska blaðsins. "Ég sofnaði á verðinum fyrir aftan öryggisbílinn í Ungverjalandi og gerði mistök og í Spa gerði ég líka mistök þegar ég snerist við framúrakstur á Button. En ég er nógu opinn og heiðarlegur til að viðurkenna það." "Ég er ekki stoltur af þessu, en þessu verður ekki breytt og ég verð bar að gæta þess að gera þetta ekki aftur. Mistök gera mann að betri ökumanni." Þrátt fyrir ágjöf innan og utan brautar á árinu og sú staðreynd að Vettel hefur tapað af mörgum stigum að undanförnu, þá telur Vettel að hann eigi möguleika á titlinum. "Við erum lið og þó við höfum lent í vandamálum, þá höfum við landað stigum. Ekki vegna heppni, heldur vegna þess að samspilið er sterkt. Ég hef ekki ahyggjur af sjálfum mér. Ég veit hve góðir við erum og ég mun landa titlinum á árinu. Það hefur ekki allt gengið samkvæmt bókinni, en ég er samt 31 stigi á eftir", sagði Vettel og gat þess að hann myndi sækja hratt á þeim sem er á undan honum í stigamótinu sem stendur.
Mest lesið Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Körfubolti Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti Aþena vann loksins leik Körfubolti Inter í undanúrslit Fótbolti „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Fótbolti Chelsea skrapaði botninn með Southampton Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira