Hallgrímur Helgason: Förum úr einu bullinu í annað 22. maí 2010 13:24 Besti flokkurinn nýtur stuðnings tæplega 44% kjósenda og fær átta borgarfulltrúa af fimmtán, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Mynd/Vilhelm Gunnarsson „Þetta er hálf sorglegt. Við erum að fara úr einu bullinu í annað. Ég er hræddur um að þjóðin endi upp með ennþá meiri þynnku eftir að hafa kosið þetta yfir sig," segir rithöfundurinn Hallgrímur Helgason um gott gengi Besta flokksins í skoðanakönnunum. Flokkurinn nýtur stuðnings tæplega 44% kjósenda og fær átta borgarfulltrúa af fimmtán, og þar með hreinan meirihluta í komandi kosningum. Þetta eru niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var á fimmtudag.Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, Skúli Helgason, þingmaður Samfylkingarinnar, og Hallgrímur ræddu um gengi Besta flokksins í þættinum Vikulokinn á Rás 1 fyrir hádegi. Ragnheiður sagði að kjósendur í Reykjavík væru að senda stjórnmálamönnum skýr skilaboð. Vinnubrögð stjórnmálamanna ættu að vera öðruvísi. „Við erum ekki að gera þetta rétt. Ég held að það sé lærdómurinn sem við eigum draga af þessu." Skúli tók í svipaðan streng. „Skilaboðin eru þau að stjórnmálin og vinnubrögðin eins og við þekkjum þau eru að fá falleinkunn. Það er lexía sem flokkarnir verða að taka til sín allir sem einn." Þá sagði hann að flokkarnir kæmust ekki í gegnum nauðsynlega endurnýjun með vettlingatökum. „Flokkarnir verða virkilega að kafa ofan í sig og henda út öllu sem á ekkert skylt við framtíðina."Hallgrímur Helgason.Hallgrímur tók sterkara til orða og líkti framboði Besta flokksins við það þegar Silvio Berlusconi komst til valda á Ítalíu. Jón Gnarr, leiðtogi Besta flokksins, væri ekki að gagnrýna kerfið heldur að tappa af óánægju fólks vegna kerfisins eins og það var. Ragnheiður benti að gleði hafi vantað stjórnmálin. „Gleymum því ekki að hann er vinsæll, skemmtilegur og það hefur vantað gleðina í stjórnmálin." Þá sagði Hallgrímur að með á framboðslistanum með Jóni væri fólk sem þagði allan góðæristímann. „Gagnrýndi aldrei neitt, var hvergi sjáanlegt í Búsáhaldabyltingunni og labbar núna inn á sviðið þegar allir eru fallnir í valinn." Kosningar 2010 Tengdar fréttir Borgarbúar refsa hrunflokkunum Besti flokkurinn nýtur stuðnings tæplega 44 prósenta kjósenda og fær átta borgarfulltrúa af fimmtán, og þar með hreinan meirihluta í komandi kosningum. Þetta eru niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var á fimmtudag. 22. maí 2010 06:00 Besti flokkurinn með hreinan meirihluta Besti flokkurinn fær hreinan meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur, 8 kjörna fulltrúa af fimmtán, samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2, en rúm vika er í kosningar. 21. maí 2010 18:30 Mest lesið „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Veður Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Innlent Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Fleiri fréttir Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sjá meira
„Þetta er hálf sorglegt. Við erum að fara úr einu bullinu í annað. Ég er hræddur um að þjóðin endi upp með ennþá meiri þynnku eftir að hafa kosið þetta yfir sig," segir rithöfundurinn Hallgrímur Helgason um gott gengi Besta flokksins í skoðanakönnunum. Flokkurinn nýtur stuðnings tæplega 44% kjósenda og fær átta borgarfulltrúa af fimmtán, og þar með hreinan meirihluta í komandi kosningum. Þetta eru niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var á fimmtudag.Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, Skúli Helgason, þingmaður Samfylkingarinnar, og Hallgrímur ræddu um gengi Besta flokksins í þættinum Vikulokinn á Rás 1 fyrir hádegi. Ragnheiður sagði að kjósendur í Reykjavík væru að senda stjórnmálamönnum skýr skilaboð. Vinnubrögð stjórnmálamanna ættu að vera öðruvísi. „Við erum ekki að gera þetta rétt. Ég held að það sé lærdómurinn sem við eigum draga af þessu." Skúli tók í svipaðan streng. „Skilaboðin eru þau að stjórnmálin og vinnubrögðin eins og við þekkjum þau eru að fá falleinkunn. Það er lexía sem flokkarnir verða að taka til sín allir sem einn." Þá sagði hann að flokkarnir kæmust ekki í gegnum nauðsynlega endurnýjun með vettlingatökum. „Flokkarnir verða virkilega að kafa ofan í sig og henda út öllu sem á ekkert skylt við framtíðina."Hallgrímur Helgason.Hallgrímur tók sterkara til orða og líkti framboði Besta flokksins við það þegar Silvio Berlusconi komst til valda á Ítalíu. Jón Gnarr, leiðtogi Besta flokksins, væri ekki að gagnrýna kerfið heldur að tappa af óánægju fólks vegna kerfisins eins og það var. Ragnheiður benti að gleði hafi vantað stjórnmálin. „Gleymum því ekki að hann er vinsæll, skemmtilegur og það hefur vantað gleðina í stjórnmálin." Þá sagði Hallgrímur að með á framboðslistanum með Jóni væri fólk sem þagði allan góðæristímann. „Gagnrýndi aldrei neitt, var hvergi sjáanlegt í Búsáhaldabyltingunni og labbar núna inn á sviðið þegar allir eru fallnir í valinn."
Kosningar 2010 Tengdar fréttir Borgarbúar refsa hrunflokkunum Besti flokkurinn nýtur stuðnings tæplega 44 prósenta kjósenda og fær átta borgarfulltrúa af fimmtán, og þar með hreinan meirihluta í komandi kosningum. Þetta eru niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var á fimmtudag. 22. maí 2010 06:00 Besti flokkurinn með hreinan meirihluta Besti flokkurinn fær hreinan meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur, 8 kjörna fulltrúa af fimmtán, samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2, en rúm vika er í kosningar. 21. maí 2010 18:30 Mest lesið „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Veður Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Innlent Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Fleiri fréttir Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sjá meira
Borgarbúar refsa hrunflokkunum Besti flokkurinn nýtur stuðnings tæplega 44 prósenta kjósenda og fær átta borgarfulltrúa af fimmtán, og þar með hreinan meirihluta í komandi kosningum. Þetta eru niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var á fimmtudag. 22. maí 2010 06:00
Besti flokkurinn með hreinan meirihluta Besti flokkurinn fær hreinan meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur, 8 kjörna fulltrúa af fimmtán, samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2, en rúm vika er í kosningar. 21. maí 2010 18:30