Tólf einstaklingar fengu að koma á framfæri sjónarmiðum sínum við Rannsóknarnefnd Alþingis með sérstökum andmælabréfum.
Í frétt á vef Rannsóknarnefndarinnar kemur fram að umræddir aðilar fái tækifæri til að tjá sig um fá en mikilsverð meginatriði í aðdragandanum að falli bankanna.
Allir hafa þessir einstaklingar, sem veitt er færi á að koma þannig að viðhorfum sínum, áður komið í skýrslutöku og þar hafa þeir áður verið spurðir út í flest þessara atriða og lýst þar viðhorfum sínum.
Ekki er gefið upp hvaða tólf aðilar það voru sem fengu send andmælabréfin.
