Það verður leikið í Iceland Express-deild karla í kvöld en þá fara fram þrír leikir.
Stórleikur kvöldsins fer fram í Keflavík þar sem heimamenn taka á móti Stjörnunni. Bæði lið hafa unnið einn leik og tapað einum í vetur.
Fjölnir tekur á móti Hamri í Grafarvoginum og ÍR-ingar heimsækja KFÍ á Ísafirði. Fjölnir og ÍR eiga enn eftir að vinna leik.