Laddi sextugur í tvö ár 20. janúar 2009 04:00 Uppselt hefur verið á sextugsafmælissýningu Ladda frá því að hún var frumsýnd fyrir tveimur árum, en síðasta sýningin er næstkomandi laugardag. Sýningin Laddi 6-tugur fagnar óvæntum tímamótum í kvöld en Laddi sjálfur verður þá 62. Hópurinn kemur saman í síðasta sinn á laugardaginn. „Ég er 62 ára í dag svo það er afmælissýning í kvöld," segir Þórhallur Sigurðsson betur þekktur sem Laddi um sýninguna Laddi 6-tugur. Sýningin hefur nú gengið fyrir fullu húsi síðan hún var frumsýnd í Borgarleikhúsinu í febrúar 2007 í tilefni af sextugsafmæli Ladda og uppselt hefur verið á 120 sýningar í röð. „Þetta átti nú bara að vera svona afmælissýning yfir eina helgi. Það tók því ekki að byrja fyrir minna en fjórar sýningar, en síðan þá eru komnar 116 aukasýningar," segir Laddi og brosir. „Ég hlakka rosalega til í kvöld því síðasta sýning var fyrir jól svo það er orðið töluvert langt síðan," bætir hann við. Aðspurður segist hann nú sjá fyrir endann á uppfærslunni, tveimur árum eftir frumsýningu. „Síðasta sýningin er á laugardaginn svo það er komið að lokum. Þetta er búið að vera heilt ævintýri. Maður hlakkar alltaf til að sýna og enginn í hópnum er orðinn leiður á þessu svo það er strax kominn söknuður í fólk," útskýrir Laddi sem mun þó ekki sitja auðum höndum eftir að sýningum lýkur því hann fer að vinna í plötu með Björgvini Halldórssyni. Plötuna segir hann vera ekta Ladda-plötu, með gríni og glensi fyrir alla fjölskylduna. „Við vorum að hugsa um þetta fyrir jólin, en frestuðum því. Við erum að fara í þetta núna, ætlum að klára plötuna í febrúar og sjáum svo til hvenær hún kemur út," segir Laddi. - ag Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Sýningin Laddi 6-tugur fagnar óvæntum tímamótum í kvöld en Laddi sjálfur verður þá 62. Hópurinn kemur saman í síðasta sinn á laugardaginn. „Ég er 62 ára í dag svo það er afmælissýning í kvöld," segir Þórhallur Sigurðsson betur þekktur sem Laddi um sýninguna Laddi 6-tugur. Sýningin hefur nú gengið fyrir fullu húsi síðan hún var frumsýnd í Borgarleikhúsinu í febrúar 2007 í tilefni af sextugsafmæli Ladda og uppselt hefur verið á 120 sýningar í röð. „Þetta átti nú bara að vera svona afmælissýning yfir eina helgi. Það tók því ekki að byrja fyrir minna en fjórar sýningar, en síðan þá eru komnar 116 aukasýningar," segir Laddi og brosir. „Ég hlakka rosalega til í kvöld því síðasta sýning var fyrir jól svo það er orðið töluvert langt síðan," bætir hann við. Aðspurður segist hann nú sjá fyrir endann á uppfærslunni, tveimur árum eftir frumsýningu. „Síðasta sýningin er á laugardaginn svo það er komið að lokum. Þetta er búið að vera heilt ævintýri. Maður hlakkar alltaf til að sýna og enginn í hópnum er orðinn leiður á þessu svo það er strax kominn söknuður í fólk," útskýrir Laddi sem mun þó ekki sitja auðum höndum eftir að sýningum lýkur því hann fer að vinna í plötu með Björgvini Halldórssyni. Plötuna segir hann vera ekta Ladda-plötu, með gríni og glensi fyrir alla fjölskylduna. „Við vorum að hugsa um þetta fyrir jólin, en frestuðum því. Við erum að fara í þetta núna, ætlum að klára plötuna í febrúar og sjáum svo til hvenær hún kemur út," segir Laddi. - ag
Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira