Landstjóri Guernsey á leið til Íslands að ræða Landsbankamál 31. júlí 2009 09:05 Lyndon Trott landstjóri eyjarinnar Guernsey er væntanlegur til Íslands í næstu viku til að ræða við stjórnvöld um málefni innistæðueigenda í útibúi Landsbankans á eyjunni. Þetta kemur fram í frétt á BBC en Trott hefur legið undir mikilli gagnrýni á Guernsey fyrir aðgerðarleysi í Landsbankamálinu þar. Innistæðueigendur áttu um 3,5 milljónir punda inni á reikningum Landsbankans þegar hann hrundi s.l. haust. Trott átti fund með innistæðueigendum í október s.l. og lofaði þá að hjálpa þeim. Nú er komið í ljós að stjórnvöld á Guernsey hafa ekki haldið neina fundi með breska dómsmálaráðuneytinu um málið. Aðgerðahópur innistæðueigenda Landsbankans á eyjunni (LGDAG) er ekki sáttur við þróun mála. „Okkur hefur margoft verið sagt að stöðugir fundir hafi verið í gangi við fjármálaráðuneytið og dómsmálaráðuneytið," segir Nick Dickens talsmaður LGDAG. „Lykilatriðið er að dómsmálaráðuneytið á að verja Guernsey gegn utanaðkomandi ógnunum og íslenska bankahrunið er utanaðkomandi ógnun." Dickens bendir á að Guernsey sé eina lögsagan á Bretlandseyjyum sem ekki hafi komið innistæðueigendum í íslensku bönkunum til hjálpar. Hann nefnir sem dæmi að á eyjunni Mön hafi stjórnvöld lagt fram 193 milljónir punda til innistæðueigenda þar. Trott segir að hann muni í næstu viku fara til Íslands ásamt hópi af háttsettum embættismönnum eyjarinnar. „Við munum ræða við íslensk stjórnvöld um lausn á þessu máli," segir hann. Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Lyndon Trott landstjóri eyjarinnar Guernsey er væntanlegur til Íslands í næstu viku til að ræða við stjórnvöld um málefni innistæðueigenda í útibúi Landsbankans á eyjunni. Þetta kemur fram í frétt á BBC en Trott hefur legið undir mikilli gagnrýni á Guernsey fyrir aðgerðarleysi í Landsbankamálinu þar. Innistæðueigendur áttu um 3,5 milljónir punda inni á reikningum Landsbankans þegar hann hrundi s.l. haust. Trott átti fund með innistæðueigendum í október s.l. og lofaði þá að hjálpa þeim. Nú er komið í ljós að stjórnvöld á Guernsey hafa ekki haldið neina fundi með breska dómsmálaráðuneytinu um málið. Aðgerðahópur innistæðueigenda Landsbankans á eyjunni (LGDAG) er ekki sáttur við þróun mála. „Okkur hefur margoft verið sagt að stöðugir fundir hafi verið í gangi við fjármálaráðuneytið og dómsmálaráðuneytið," segir Nick Dickens talsmaður LGDAG. „Lykilatriðið er að dómsmálaráðuneytið á að verja Guernsey gegn utanaðkomandi ógnunum og íslenska bankahrunið er utanaðkomandi ógnun." Dickens bendir á að Guernsey sé eina lögsagan á Bretlandseyjyum sem ekki hafi komið innistæðueigendum í íslensku bönkunum til hjálpar. Hann nefnir sem dæmi að á eyjunni Mön hafi stjórnvöld lagt fram 193 milljónir punda til innistæðueigenda þar. Trott segir að hann muni í næstu viku fara til Íslands ásamt hópi af háttsettum embættismönnum eyjarinnar. „Við munum ræða við íslensk stjórnvöld um lausn á þessu máli," segir hann.
Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira